Einn helsti mannréttindafrömuður Rússlands dæmdur í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 27. febrúar 2024 18:06 Oleg Orlov í dómsal í Moskvu í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Oleg Orlov, einn fremsti mannréttindafrömuður Rússlands, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi af dómstóli í Moskvu. Hinn sjötugi Orlov var dæmdur fyrir að „vanvirða“ rússneska hersins ítrekað með því að lýsa yfir andstöðu við innrásina í Úkraínu. Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022. Forsvarsmönnum samtakanna var gert að slíta rekstri þeirra árið 2021 af Hæstarétti Rússlands en dómarar byggðu ákvörðun sína á umdeildum lögum sem hafa ítrekað verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, auk sjálfstæðum fjölmiðlum, á undanförnum árum. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Orlov brosti til stuðningsmanna sinna í dómshúsinu í Moskvu þegar hann var leiddur úr dómsal í járnum í dag. One of Russia s most prominent human rights campaigners Oleg Orlov led from court, handcuffed, sent to prison for repeatedly discrediting the Russian army. pic.twitter.com/QcndhafphD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) February 27, 2024 Orlov skrifaði árið 2022 grein með titilinum „Þeir vildu fasisma. Þeir fengu hann.“ Í þeirri grein gagnrýndi hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og rússneskuþjóðina vegna innrásarinnar í Úkraínu og ódæða sem rússneskir hermenn hefðu framið þar. Þá sagði hann fólkið hafa valdið framtíð Rússlands miklum skaða. „Þjóðin sem losaði sig við kommúnískt alræði fyrir þrjátíu árum er aftur fallin í skugga alræðis, en nú er það í formi fasisma,“ skrifaði Orlov. Samkvæmt frétt New York Times var hann dæmdur til að greiða sekt vegna greinarinnar en málið var tekið upp aftur að kröfu saksóknara, sem sökuðu Orlov um hatur í garð hermanna. Fóru þeir fram á þriggja ára fangelsisdóm en eins og áður segir var Orlov dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Í dómsal sagðist Orlov saklaust og lýsti því yfir að ákærurnar gegn honum væru þvættingur. Hann sagðist í raun ekki átta sig ásökunum gegn sér og sagði dómstólinn ekki hafa getað útskýrt almennilega nákvæmlega hvað hann væri sakaður um, þrátt fyrir að hann hefði ítrekað krafist þess. 74 ára kona sektuð vegna blóma Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Samtökin OVD-Info, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi, sögðu frá því í dag að 74 ára gömul kona í Yekaterinburg hefði verið sektuð fyrir að leggja blóm á minnisvarða í minningu Alexei Navalní. 74- - . https://t.co/zoHckVFpLQ— - (@OvdInfo) February 27, 2024 Þá var lögmaðurinn sem aðstoðaði móður Navalní við að fá lík hans afhent handtekinn í dag og mun hann hafa verið sakaður um ólöglegt framferði, samkvæmt fjölmiðlum eystra. Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Orlov var einn af æðstu forsvarsmönnum samtakanna Memorial sem stofnuð voru á níunda áratug síðustu aldar. Samtökin héldu utan um og skrásettu pólitíska kúgun í Sovétríkjunum og voru leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Memorial hlutu friðarverðlaun Nóbels árið 2022. Forsvarsmönnum samtakanna var gert að slíta rekstri þeirra árið 2021 af Hæstarétti Rússlands en dómarar byggðu ákvörðun sína á umdeildum lögum sem hafa ítrekað verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum í Rússlandi, auk sjálfstæðum fjölmiðlum, á undanförnum árum. Sjá einnig: Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Orlov brosti til stuðningsmanna sinna í dómshúsinu í Moskvu þegar hann var leiddur úr dómsal í járnum í dag. One of Russia s most prominent human rights campaigners Oleg Orlov led from court, handcuffed, sent to prison for repeatedly discrediting the Russian army. pic.twitter.com/QcndhafphD— Steve Rosenberg (@BBCSteveR) February 27, 2024 Orlov skrifaði árið 2022 grein með titilinum „Þeir vildu fasisma. Þeir fengu hann.“ Í þeirri grein gagnrýndi hann Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og rússneskuþjóðina vegna innrásarinnar í Úkraínu og ódæða sem rússneskir hermenn hefðu framið þar. Þá sagði hann fólkið hafa valdið framtíð Rússlands miklum skaða. „Þjóðin sem losaði sig við kommúnískt alræði fyrir þrjátíu árum er aftur fallin í skugga alræðis, en nú er það í formi fasisma,“ skrifaði Orlov. Samkvæmt frétt New York Times var hann dæmdur til að greiða sekt vegna greinarinnar en málið var tekið upp aftur að kröfu saksóknara, sem sökuðu Orlov um hatur í garð hermanna. Fóru þeir fram á þriggja ára fangelsisdóm en eins og áður segir var Orlov dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar. Í dómsal sagðist Orlov saklaust og lýsti því yfir að ákærurnar gegn honum væru þvættingur. Hann sagðist í raun ekki átta sig ásökunum gegn sér og sagði dómstólinn ekki hafa getað útskýrt almennilega nákvæmlega hvað hann væri sakaður um, þrátt fyrir að hann hefði ítrekað krafist þess. 74 ára kona sektuð vegna blóma Á undanförnum árum og sérstaklega eftir að innrásin í Úkraínu hófst hefur rússneska ríkið gengið hart fram gegn allskonar andófi. Mannréttinda-, félaga- og hjálparsamtökum hefur verið gert að hætta starfsemi og á það sama við fjölmarga fjölmiðla. Þá hafa mótmæli verið barin niður af mikilli hörku. Sjá einnig: Öðrum mannréttindasamtökum gert að hætta í Rússlandi Samtökin OVD-Info, sem eru sjálfstæð mannréttindasamtök sem vakta mótmæli í Rússlandi, sögðu frá því í dag að 74 ára gömul kona í Yekaterinburg hefði verið sektuð fyrir að leggja blóm á minnisvarða í minningu Alexei Navalní. 74- - . https://t.co/zoHckVFpLQ— - (@OvdInfo) February 27, 2024 Þá var lögmaðurinn sem aðstoðaði móður Navalní við að fá lík hans afhent handtekinn í dag og mun hann hafa verið sakaður um ólöglegt framferði, samkvæmt fjölmiðlum eystra.
Rússland Vladimír Pútín Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Tengdar fréttir Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46 Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56 Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Sjá meira
Rannsaka aftöku á minnst sjö stríðsföngum Yfirvöld í Úkraínu hafa til rannsóknar myndband sem virðist sýna rússneska hermenn taka minnst sjö úkraínska hermenn sem hafa gefist upp af lífi. Atvikið var fangað á myndband með dróna sem var yfir svæðinu. 26. febrúar 2024 22:46
Segir Pútín hafa hætt við yfirvofandi fangaskipti og látið myrða Navalní Andófsmaðurinn Alexei Navalní var í þann mund að verða frjáls maður þegar hann lést skyndilega í fangelsi í Rússlandi 15. febrúar síðastliðinn. 26. febrúar 2024 12:56
Lík Navalní afhent móður hans Lík rússneska andspyrnuleiðtogans Alexej Navalní hefur verið afhent Ljúdmílu Navalnaja móður hans. Hann lést í fangelsi í Síberíu á dögunum. 24. febrúar 2024 17:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01