Hæstiréttur Rússlands gerir elstu mannréttindasamtökunum að hætta starfsemi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. desember 2021 11:50 Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt mannréttindasamtökunum Memorial að hætta allri starfsemi. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Hæstiréttur Rússlands hefur dæmt Memorial, elstu mannréttindasamtökum landsins, að hætta starfsemi sinni. Úrskurðurinn er sagður enn eitt skrefið í aðför Vladimírs Pútín Rússlandsforseta að hugsanafrelsi. Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar. Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Úrskurðurinn byggist á umdeildum lögum sem hafa verið notuð gegn mannréttinda- og félagasamtökum og fréttamiðlum, sem hafa verið gagnrýnir á stjórnvöld. Memorial var stofnað á níunda áratugi síðustu aldar til þess að halda utan um og skrásetja pólitíska kúgun í Sovétríkjunum. Samtökin héldu meðal annars utan um lista yfir þá sem sendir voru í gúlagið og fórnarlömb Hreinsananna miklu. Þá hafa samtökin á unanförnum áratugum orðið leiðandi í mannréttindabaráttu í Rússlandi. Lögmaður samtakanna hefur lýst því yfir að úrskurðinum verði áfrýjað bæði fyrir dómstólum í Rússlandi og svo farið með það fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Handtóku tvo stuðningsmenn Navalnís Þetta er ekki það eina sem gengið hefur á í mannréttindamálum í Rússlandi í dag. Tveir stuðningsmenn og félagar stjórnarandstæðingsins Alexei Navalní voru handteknir í morgun. Yfirvöld hafa lýst því yfir að þeir verði ákærðir fyrir öfgar og gætu átti yfir höfði sér langa fangelsisvist. Undanfarna mánuði hafa rússnesk yfirvöld beint spjótum sínum að samtökum sem hafa tengsl við Navalní, eins háværasta andstæðings Pútíns. Navalní afplánar nú tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir brot á skilorði í tengslum við fjársvik sem hann var dæmdur fyrir. Navalní segir málið pólítískt en hann braut skilorð með því að flýja til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. Samtök Navalnís, sem berjast gegn spillingu, voru í júní dæmd öfgasamtök af rússneskum dómstólum. Í haust, eftir að stuðninsmenn hans fóru að undirbúa framboð til þingkosninganna í september hófu yfirvöld rannókn á starfsmönnum framboðsins fyrir meintar öfgar.
Rússland Mannréttindi Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54 Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21 Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Sjá meira
Eftirlýstur eftir að hafa birt myndbönd af pyntingum í rússneskum fangelsum Stofnandi rússneskra mannréttindasamtaka sem vakta og opinbera ofbeldi í rússneskum fangelsum, er eftirlýstur í Rússlandi. Vladimir Osechkin og samtök hans Gulagu.net birtu nýverið myndbönd sem sýndu pyntingar á föngum í rússneskum fangelsum. 12. nóvember 2021 23:54
Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin Rússneski andófsmaðurinn Aleksei Navalní hlaut í dag hin árlegu Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir framlag sitt til umbóta í rússneskum stjórnmálum. 20. október 2021 15:21
Skerða frelsi læknis sem aðstoði Navalní Rússneskur dómstóll skerti verulega ferðafrelsi læknis sem annaðist Alexei Navalní eftir að sterkum efnum var skvett í augað á honum árið 2017 og hefur stutt við bakið á honum. Anastasia Vasilyeva var dæmd fyrir að brjóta gegn sóttvarnarreglum með því að hvetja fólk til að taka þátt í mótmælum gegn fangelsun Navalnís fyrr á þessu ári. 14. október 2021 14:45