Íslenski boltinn

Kefla­vík rúllaði yfir FH

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Stefan Alexander Ljubicic skoraði tvívegis í kvöld.
Stefan Alexander Ljubicic skoraði tvívegis í kvöld. Vísir/Diego

FH tók á móti Keflavík í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Fór það svo að gestirnir, sem leikur í Lengjudeildinni á komandi leiktíð, rúlluðu yfir heimamenn. Lokatölur í Skessunni í Hafnafirði 1-4.

Stefan Alexander Ljubicic kom Keflavík yfir á 35. mínútu með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd á miðvörðinn Dušan Brković. Sá fékk gult spjald að launum. Stefan Alexander tvöfaldaði svo forystu gestanna fimm mínútum síðar og staðan 0-2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik bætti Sami Kamel, sem hefur verið orðaður við FH, þriðja marki Keflavíkur við áður en varamaðurinn Óliver Andri Einarsson skoraði fjórða mark gestanna. Óliver Andri hafði aðeins verið inn á vellinum í níu mínútur. Ekki kemur fram í skýrslu KSÍ hver eða hvenær mark FH var skorað.

Sigurinn þýðir að Keflavík er nú með 7 stig eftir þrjá leiki í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. FH hefur leikið leik meira og er með 6 stig í 4. sæti. Stöðuna í riðlinum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×