Erlent

Segja Banda­ríkin gefa grænt ljós á slátrun á Gasa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Zhang Jun gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir afstöðu sína til vopnahléstillögu Alsírs. 
Zhang Jun gagnrýndi Bandaríkjamenn harðlega fyrir afstöðu sína til vopnahléstillögu Alsírs.  EPA-EFE/EDUARDO MUNOZ

Kínverjar gagnrýna Bandaríkin harðlega fyrir að hafa beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar tillaga um vopnahlé á Gasa var lögð fyrir ráðið.

Sendiherra Kínverja segir að með þessu sendi Bandaríkjamenn röng skilaboð til yfirvalda í Ísrael og gefi í raun grænt ljós á áframhaldandi slátrun á svæðinu, eins og það er orðað.

Bandaríkjamenn segja hinsvegar að orðalag tillögunar, sem lögð var fram af Alsír, hafi stefnt því í hættu að hægt verði að ljúka átökunum. Þeir hafi sjálfir í hyggju að leggja fram tillögu að vopnahléi, sem þó er óljóst hvenær verði lögð fram, að því er greint er frá á BBC.

Þrettán ríki af fimmtán í Öryggisráðinu samþykktu tillögu Alsír. Aðeins Bandaríkjamenn voru á móti og Bretar sátu hjá.

Sendiherra Kínverja hjá Sameinuðu þjóðunum, Zhang Jun, gefur lítið fyrir útskýringar Bandaríkjamanna og segir þær óverjandi. Eina leiðin til að koma í veg fyrir allsherjar stríð á svæðinu sé að stöðva átökin á Gasa.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×