Man Utd búið að hafa formlega samband við Ashworth Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2024 20:30 Dan Ashworth er kominn í leyfi. Dan Mullan/Getty Images Dan Ashworth er kominn í leyfi frá starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Newcastle United en allt bendir til þess að hann taki við sama starfi hjá Manchester United. Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Auðjöfurinn Jim Ratcliffe hefur svo sannarlega tekið til hendinni á Old Trafford síðan það var staðfest að hann væri að kaupa 25 prósent hlut í Man United. Fyrsta verk hans er að taka til á skrifstofunni og er markmiðið að byggja teymi sem getur komið Man Utd aftur í hæstu hæðir. Þar á meðal er Ashworth en sá er gríðarlega mikils metinn innan ensku knattspyrnunnar. Man United hefur formlega sóst eftir kröftum hans og þá hefur verið tilkynnt að Ashworth sé gríðarlega spenntur fyrir mögulegum vistaskiptum. Newcastle United can announce that Dan Ashworth has commenced a period of gardening leave.— Newcastle United FC (@NUFC) February 19, 2024 Hinn 52 ára gamli Ashworth, sem er samningsbundinn Newcastle næstu tvö árin, var formlega sendur í leyfi í dag. Hann hefur aðeins verið í starfi í Norður-Englandi í 20 mánuði en áður starfaði hann fyrir Brightin & Hove Albion og enska knattspyrnusambandið. Í yfirlýsingu Newcastle þakkaði Darren Eales, framkvæmdastjóri félagsins, Ashworth fyrir og óskaði honum góðs gengis í framtíðinni. The Guardian heldur því fram að Newcastle vilji fá 20 milljónir punda fyrir Ashworth en það gerir rúmlega 3,4 milljarða íslenskra króna. Why £10m for Dan Ashworth? pic.twitter.com/fnVuIzqfX4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) February 19, 2024 Í frétt BBC um málið kemur hins vegar fram að Man Utd telji sig í góðri stöðu til að fá Ashworth þar sem Newcastle þarf að borga honum full laun á meðan hann er í leyfi. Að sama skapi þá kemur fram að eigendur Newcastle ætli sér ekki að aðstoða Man United í uppgangi sínum nema borgað sé uppsett verð. Ljóst er að annað liðið mun gefa eftir, stóra spurningin er bara hvort það verður United frá Manchester eða Newcastle.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31 Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin. 19. desember 2023 08:31