Enski boltinn

Ratcliffe búinn að finna manninn sem á að laga félagaskiptin hjá United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dan Ashworth hefur gert góða hluti hjá Newcastle United. Sir Jim Ratcliffe vonast til að hann geti gert það sama hjá Manchester United.
Dan Ashworth hefur gert góða hluti hjá Newcastle United. Sir Jim Ratcliffe vonast til að hann geti gert það sama hjá Manchester United. getty/Serena Taylor

Sir Jim Ratcliffe ku vera búinn að finna manninn sem á að stjórna leikmannakaupum og -sölum hjá Manchester United næstu árin.

Ratcliffe er við það að eignast fjórðungshlut í United. Hann fær jafnframt að stjórna fótboltamálum hjá félaginu.

Staða yfirmanns knattspyrnumála er laus hjá United en Ratcliffe er búinn að finna mann í starfið. Það er Dan Ashworth sem hefur starfað hjá Newcastle United frá því í fyrra.

Ashworth starfaði áður hjá Brighton, West Brom og enska knattspyrnusambandinu og þykir afar fær á sínu sviði.

Leikmannakaup United hafa verið misvel heppnuð undanfarin ár en Ratcliffe vonast til að Ashworth geti breytt því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×