Enski boltinn

Jota bestur í fyrsta sinn

Sindri Sverrisson skrifar
Diogo Jota skoraði þrjú mörk í janúar og lagði upp tvö, í ensku úrvalsdeildinni.
Diogo Jota skoraði þrjú mörk í janúar og lagði upp tvö, í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Andrew Powell

Jürgen Klopp var í dag valinn stjóri janúarmánaðar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og einn af lærisveinum hans, Diogo Jota, var valinn besti leikmaður mánaðarins.

Þetta er í fyrsta sinn sem að Jota hlýtur þessa nafnbót en Portúgalinn kom við sögu í öllum þremur deildarleikjum Liverpool í janúar, skoraði þrjú mörk og átti tvær stoðsendingar.

Jota er annar leikmaður Liverpool til að hljóta nafnbótina í vetur en Mohamed Salah, sem verið hefur fjarverandi undanfarið vegna Afríkumótsins, var valinn bestur í október.

Klopp tilkynnti í síðasta mánuði að hann myndi yfirgefa Liverpool að lokinni leiktíðinni en liðið vann alla þrjá leiki sína í mánuðinum.

Klopp var síðast valinn stjóri mánaðarins í maí 2021 og hefur hlotið nafnbótina tíu sinnum. Aðeins Sir Alex Ferguson, Arsene Wenger og Pep Guardiola hafa verið valdir oftar.


Tengdar fréttir

Salah klár og enginn neyddur til að spila of snemma

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fann sig knúinn til að svara efasemdaröddum þeirra sem telja að Trent Alexander-Arnold og Dominik Szoboszlai hafi verið látnir byrja of snemma að spila eftir meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×