Þetta kemur í kjölfar þess að Úkraínuforseti tilkynnti umfangsmiklar breytingar á ríkisstjórn og herstjórn landsins í því skyni að hleypa nýju lífi í varnir Úkraínumanna.
Einnig hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Þessa spennu má rekja til gagnsóknar Úkraínumanna. Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa og Salúsjní srkrifaði í kjölfarið grein sem birtist í Economist sem féll ekki í kramið hjá Selenskí.
Selenskí birti færslu á samfélagsmiðilinn X þar sem hann þakkaði Salúsjní fyrir þjónustu sína í þágu varnar Úkraínu.
I met with General Valerii Zaluzhnyi.
— Volodymyr Zelenskyy / (@ZelenskyyUa) February 8, 2024
I thanked him for the two years of defending Ukraine.
We discussed the renewal that the Armed Forces of Ukraine require.
We also discussed who could be part of the renewed leadership of the Armed Forces of Ukraine.
The time for such a renewal pic.twitter.com/tMnUEZ3BCX
Stuttu seinna tilkynnti Selenskí að hann hafði útnefnt Oleksandr Sírskí, leiðtoga landhers Úkraínu, nýjan yfirmann heraflans.
Salúsjní nýtur gríðarlegra vinsælda meðal Úkraínumanna og er Selenskí jafnvel sagður líta á herforingjann sem mögulegan pólitískan andstæðing.