Gengur í hvassviðri eða storm sunnantil eftir hádegi Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 07:11 Varasamar ferðaaðstæður geta skapast á sunnanverðu landinu í dimmum éljum og skafrenningi. Vísir/Vilhelm Veðurstofan gerir ráð fyrir vestlægri átt og éljagangi þar sem mun ganga í hvassviðri eða storm sunnanlands eftir hádegi. Gular viðvaranir taka gildi eftir hádegi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi og Suðausturlandi vegna hvassviðrisins. Líkur eru á samgöngutruflunum. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að varasamar ferðaaðstæður geri skapast á þeim slóðum í dimmum éljum og skafrenningi. Vegagerðin hefur varað við að margir vegir séu nú á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við. „Á Austurlandi verður aftur á móti lengst af þurrt. Frost 0 til 7 stig. Undir kvöld fer að lægja og draga úr éljunum. Á morgun sækir mildara loft að landinu og það hlýnar í veðri. Áttin verður suðvestlæg, 8-15 m/s og dálitlar skúrir eða él, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 6 stig síðdegis. Annað kvöld nálgast úrkomusvæði úr suðri og undir miðnætti má búast við rigningu eða slyddu víða um land. Á föstudag er svo útlit fyrir suðvestan hvassviðri eða storm og það kólnar með dimmum éljum um landið sunnan- og vestanvert,“ segir í tilkynningunni. Gulu viðvaranirnar taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 12:30 og gilda fram á kvöld. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 15:30 og er í gildi til klukkan 19. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Hægari um kvöldið og allvíða rigning eða slydda undir miðnætti. Á föstudag: Gengur í suðvestan 15-25 og kólnar með éljum, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig síðdegis. Á laugardag: Snýst í norðan og norðvestan 5-15 m/s, en suðvestan 15-23 sunnantil fram eftir degi. Víða él og frost 0 til 9 stig. Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en yfirleitt þurrt vestanlands. Frost 2 til 15 stig, mildast syðst. Á mánudag: Austlæg átt og snjókoma með köflum, en lengst af þurrt um landið norðanvert. Dregur úr frosti. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða él. Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að varasamar ferðaaðstæður geri skapast á þeim slóðum í dimmum éljum og skafrenningi. Vegagerðin hefur varað við að margir vegir séu nú á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Vegfarendur eru beðnir um að vera ekki á ferðinni nema að brýna nauðsyn beri við. „Á Austurlandi verður aftur á móti lengst af þurrt. Frost 0 til 7 stig. Undir kvöld fer að lægja og draga úr éljunum. Á morgun sækir mildara loft að landinu og það hlýnar í veðri. Áttin verður suðvestlæg, 8-15 m/s og dálitlar skúrir eða él, en yfirleitt þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 0 til 6 stig síðdegis. Annað kvöld nálgast úrkomusvæði úr suðri og undir miðnætti má búast við rigningu eða slyddu víða um land. Á föstudag er svo útlit fyrir suðvestan hvassviðri eða storm og það kólnar með dimmum éljum um landið sunnan- og vestanvert,“ segir í tilkynningunni. Gulu viðvaranirnar taka gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 12:30 og gilda fram á kvöld. Á Suðausturlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 15:30 og er í gildi til klukkan 19. Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 8-15 m/s og skúrir eða él, en þurrt að kalla um landið norðaustanvert. Hlýnandi, hiti 0 til 6 stig síðdegis. Hægari um kvöldið og allvíða rigning eða slydda undir miðnætti. Á föstudag: Gengur í suðvestan 15-25 og kólnar með éljum, en styttir upp á Norðaustur- og Austurlandi. Frost 0 til 7 stig síðdegis. Á laugardag: Snýst í norðan og norðvestan 5-15 m/s, en suðvestan 15-23 sunnantil fram eftir degi. Víða él og frost 0 til 9 stig. Á sunnudag: Norðaustlæg eða breytileg átt og dálítil él, en yfirleitt þurrt vestanlands. Frost 2 til 15 stig, mildast syðst. Á mánudag: Austlæg átt og snjókoma með köflum, en lengst af þurrt um landið norðanvert. Dregur úr frosti. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða él.
Veður Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Víðast hægur vindur og hiti að fimmtán stigum Rigning norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Léttskýjað vestan- og sunnantil en blautara annars staðar Hiti að tuttugu stigum og hlýjast sunnantil Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Hlýtt og rakt loft yfir landinu Vindur á undanhaldi og hiti að tuttugu stigum Blæs hressilega af austri á landinu Gul viðvörun á Suðurlandi vegna hvassviðris Kröpp lægð stjórnar veðrinu næstu daga Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Litlar breytingar á hlaupi í Hvítá við Húsafell frá því í gær Skýjað, lítilsháttar væta og temmilega hlýtt Hiti að 21 stigi í dag Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Hægviðri og hiti að nítján stigum Norðlæg átt og víðast hvar væta Hlýjast suðaustantil Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Hitamet aldarinnar slegið Gular viðvaranir öðrum megin og 28 stiga hiti hinum megin Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Gular viðvaranir í dag en hiti að 27 stigum á morgun Gular viðvaranir í þremur landshlutum Þungbúið norðantil en bjart og hlýtt sunnan heiða Úrkoma í öllum landshlutum „Það er nóg eftir af sumrinu“ 27 daga frostlausum kafla lokið Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Viðrar vel til gleðigöngu Sjá meira