Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Heimir Már Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:20 Rúmlega helmingur allra bygginga á Gaza hefur skemmst mikið eða gereyðilagst í árásum Ísraelsmanna undanfarna mánuði. AP/Fatima Shbair Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir. Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Elín Jakobína Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur er nýkomin heim til Íslands eftir sex vikna starf á einu af fáum starfhæfum sjúkrahúsum á Gaza sem staðsett er í Rafahborg. Þangað hafa tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda manna flúið átökin á Gazasvæðinu. Elín Jakobía Oddsdóttir skurðhjúkrunarfræðingur segir mjög algengt að fólk missi útlimi og brennist illa í árásunum á Gaza. Stöð 2/Steinigrímur Dúi „Ástandið er vægast sagt slæmt. Spítalasvæðið og spítalinn sjálfur er fullur af fólki. Það eru mörg þúsund manns sem búa á spítalasvæðinu. Allir gangar á spítalanum eru fullir af fólki. Fólk hefur leitað þarna í vernd og hreinlega hefur spítalann sem sitt heimili,“ segir Elín. Rúmlega helmingur allra bygginga á Gazaströndinni, sérstaklega í norðurhlutanum og á miðhlutanum, eru mikið skemmdar eða rústir einar eftir stöðugar loftárásir Ísraelsmanna í um þrjá mánuði. Rafah er í suðurhlutanum þar sem árásir hafa ekki verið eins miklar og því hefur fólk flúið þangað. „Þeir sem koma inn á skurðstofu til okkar; þar er mikið um beinbrot. Það er mikið um að fólk missi útlimi, fótleggi og handleggi og það er mjög mikið um slæma bruna sem við reynum að sinna eftir besta megni.“ Ein komma sjö milljónir íbúa Gaza, eða um 80 prósent þeirra, eru á vergangi vegna átakanna. Elín segir algengt að fólk hafi misst marga ástvini og jafnvel alla fjölskyldu sína í árásunum. Nú hafa tæplega 30 þúsund manns fallið og enn fleiri særst, þar af mjög margt ungt fólk en mikill meirihluti Palestínsku þjóðarinnar er undir þrítugu. Um 1,7 milljónir íbúa Gaza, eða 80 prósent allra íbúanna, eru á vergangi. Tugir þúsunda flýja suður á bóginn til Rafahborgar, eins og fólkið á þessari mynd.AP//Fatima Shbair Elín Jakobína starfar alla jafna á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún hefur farið á vegum Alþjóðarauðakrossins meðal annars til Suður-Súdan, Afganistans og Sýrlands. Ekki væri hægt að bera saman stöðuna á spítalanum í Rafah og á evrópskum sjúkrahúsum. „Það er mikill skortur á því sem þarf til að sinna þessum sjúklingum inni á Gaza. Þannig að við verðum að reyna að sinna sem flestum með tiltölulega litlu,“ segir Elín. Það væri skortur á lyfjum, lækninga áhöldum og mat en Ísraelsmenn takmörkuðu mjög umferð með hjálpargögn sem koma í gegn frá Egyptalandi. Því miður væri því ekki hægt að bjarga öllum. „Það er vægast sagt erfitt fyrir okkur. Við verðum alltaf að hafa plan B við höndina. Af því við höfum ekki það sem við myndum hafa hér á Landsspítalanum eða annars staðar. Vegna þess að hlutirnir klárast og ná ekki til okkar,“ segir Elín Jakobína Oddsdóttir.
Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Palestína Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 „Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18 Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22 Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58
„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. 30. janúar 2024 12:18
Betra ef Bjarni hefði rætt hugmyndir sínar við nefndina Þingflokksformaður Vinstri grænna telur að betur hefði farið á því ef utanríkisráðherra hefði rætt hugmyndir um að frysta fjárframlög Íslands til Palestínuflóttamannaðstoðar Sameinuðu þjóðanna við utanríkismálanefnd þingsins, áður en ákvörðunin var tekin. 29. janúar 2024 22:22
Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. 29. janúar 2024 12:10