Ekki sjálfgefið að Ísland dæli peningum til átakasvæða Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2024 12:10 Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra kallar eftir stillingu en hann segir stór orð hafa verið látin falla eftir að hann brjást skjótt við og skrúfaði fyrir framlag til flóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefur fryst greiðslur til Flóttamannaaðstoðar Sameinuðuþjóðanna og leitast nú við að skýra hvað honum gengur til með það. Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“ Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira
Þetta gerði hann eftir að í ljós kom að tólf starfsmönnum stofnunarinnar, sem í daglegu tali er nefnd UNRWA, hafði verið sagt upp vegna ásakana um ákveðin tengsl við hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael þann 7. október. Þetta atvik leiddi til þeirra blóðsúthellinga sem nú eru á Gasa, tólf hundruð manns týndu lífi og 250 gíslar voru teknir. Bjarni kallar eftir stillingu Margir hafa gagnrýnt þessi skjótu viðbrögð Bjarna sem bendir á að stofnunin hafi brugðist skjótt við og vikið starfsmönnum úr starfi og er rannsókn hafin á framkomnum ásökunum. Hann kallar eftir stillingu. „Ísland hefur undanfarið verið meðal stærstu stuðningsríkja UNRWA m.v. höfðatölu og veitt rífleg viðbótarframlög til stofnunarinnar eftir að átökin brutust út, enda gegnir hún mikilvægu hlutverki við mannúðaraðstoð á svæðinu. Við höfum ávallt litið á UNRWA sem lykilstofnun við að koma mannúðaraðstoð rétta leið,“ segir Bjarni í nýlegri Facebook-færslu. Vegna þessa máls tilkynnti Bjarni að ekki yrðu um frekari framlög að ræða meðan skýringa væri leitað. „Og samráð haft við samstarfsríki, þ.m.t. Norðurlöndin um næstu skref í málinu. Í dag eiga fulltrúar utanríkisþjónustunnar m.a. fund með stofnuninni í þessum tilgangi. Eðlilegt og nauðsynlegt er að kalla eftir skýringum og samræma kröfur um viðbrögð flóttamannaaðstoðarinnar.“ Bjarni segir viðbrögðin við ákvörðun hans hafa einkennst af talsverðri vanstillingu. Bæði af hálfu fjölmiðla og stjórnarandstöðu. „Talað er á þann veg að Ísland svelti nú fólk á svæðinu, frysting framlaga meðan samráð fer fram sé óásættanleg og jafngildi jafnvel „þátttöku í þjóðarmorði“.“ Ekki sjálfgefið að Ísland sendi skattfé á átakasvæði Bjarni segir að ekki þurfi að hafa mörg orð um slíkar upphrópanir en hann vill árétta eftirfarandi: „Það er ekki sjálfgefið að íslensk stjórnvöld sendi skattfé í stórum stíl á átakasvæði í blindni. Stofnunin lýtur umfangsmiklu eftirliti SÞ og stuðningsríkja, ekki síst Bandaríkjanna, en þegar ásakanir sem þessar koma upp er það beinlínis skylda mín sem ráðherra að tryggja að peningarnir renni þangað sem ætlast er til, og ekkert annað.“ Ef fullnægjandi skýringar koma fram og nauðsynlegar skýringar verða settar fram er ekkert því til fyrirstöðu að stuðningur Íslands haldi áfram. „En ég lít á það sem skyldu mína að ganga úr skugga um eðlileg viðbrögð og ráðstafanir til framtíðar. Ísland styður mannúðaraðstoð á svæðinu í gegnum ýmsar stofnanir og við höfum engin áform um að draga úr honum.“ Bjarni segir að endingu að það sé í þessu máli eins og svo oft áður að „lítils háttar yfirvegun og stilling myndu gera umræðunni gott.“
Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Fleiri fréttir Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Viðgerð lokið á stofnstreng Mílu Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Sjá meira