„Ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Árni Sæberg skrifa 30. janúar 2024 12:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Forsætisráðherra segir að ákvörðun um að frysta greiðslur til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna sé tímabundin. Greiðslum hafi verið frestað þar til samráð hefur verið haft við Norðurlöndin og stofnunin svarar erfiðum spurningum um ásakanir á hendur hluta starfsmanna hennar. Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín. Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fjallaði um umdeilda ákvörðun sína um að frysta greiðslur til flóttamannaaðstoðarinnar á ríkisstjórnarfundi í morgun undir liðnum „Framlög Íslands til UNRWA og ásakanir um aðild 12 starfsmanna stofnunarinnar um aðild að hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael 7. október 2023.“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttamann að loknum fundi að eins og hún skildi Bjarna á fundinum, þá sé ákvörðunin tímabundin. „Ég vil segja það mjög skýrt hér að þessi stofnun hefur verið í algjöru lykilhlutverki við að tryggja þau litlu lífsgæði, sem þó eru á Gasa um þessar mundir, þar sem er auðvitað fullkomin mannúðarkrísa. Það er mjög mikilvægt að hún geti sinnt sínu starfi áfram en um leið að sjálfsögðu mikilvægt líka að þessar spurningar séu teknar til skoðunar og þeim svarað.“ Þar vísar hún til spurninga um meintan hlut tólf starfsmanna stofnunarinnar í hryðjuverkaárás Hamas á Ísrael, sem varð kveikjan að nýjasta kaflanum í langri sögu deilna fyrir botni Miðjarðarhafs. Í kjölfar ásakana þess efnis frysti utanríkisráðherra framlög til stofnunarinnar. Höfum aukið framlagið Katrín segir að þangað til að framlögin voru fryst hafi Ísland aukið framlög til flóttamannastofnunarinnar vegna þeirra hörmunga sem nú eiga sér stað í Palestínu. „Það er alveg ljóst að okkar vilji stendur til þess áfram. En um leið er kallað eftir skýringum á þeim ásökunum sem hafa komið fram gagnvart einstökum starfsmönnum þessarar stofnunar. Mér finnst líka mikilvægt að halda því til haga að þarna eru ásakanir á hendur örfáum starfsmönnum í mjög stórum starfsmannahópi.“ Þingflokkurinn samtaka en gefur ekkert upp um ríkisstjórnarsamstarfið Katrín segir þingflokk Vinstri grænna samtaka í þeirri afstöðu sinni að mikilvægt sé að málið verði rætt í utanríkisnefnd. Henni skiljist að það verði gert á morgun. „Við erum líka mjög skýr með það að við teljum að Ísland eigi að gera allt það sem það getur til að draga úr þjáningum á þessu hrjáða svæði.“ Ákvarðanir varðandi átök milli Ísraels og Palestínu sem og önnur mál, sem komið hafa upp síðan Bjarni Benediktsson tók við embætti utanríkisráðherra, hafa verið harla umdeild. Er þetta ekki að valda einhverjum titringi í ríkisstjórnarssamstarfinu? „Fyrst og fremst vil ég segja að þarna er gríðarleg mannúðarkrísa, 25 þúsund manns sem hafa fallið, ofboðslega hátt hlutfall óbreyttra borgara. Þannig að það er náttúrlega stóra verkefnið að þessi stofnun, Palestínuflóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna, geti haldið áfram sínum verkefni á svæðinu. Það er auðvitað stóra málið í þessu,“ segir Katrín.
Átök í Ísrael og Palestínu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Ísrael Utanríkismál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira