Vill að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 07:28 Selenskíj vill að málið verði rannsakað. Vísir/EPA Forseti Úkraínu, Volodomír Selenskíj, hefur sakað Rússa um að leika sér að lífum úkraínskra fanga. Selenskíj hefur krafist þess að alþjóðleg rannsókn fari fram á vélinni sem hrapaði í Belgorod-héraði í gær. „Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Það er nauðsynlegt að fá fram allar staðreyndir, eins mikið og hægt er, og taka það til greina að vélin hrapaði á rússnesku yfirráðasvæði – sem er ekki undi okkar stjórn,“ sagði Selenskíj í ávarpi sínu í gærkvöldi um flugvélina sem hrapaði. Greint var frá því í gær að flutningaflugvél rússneska hersins hefði hrapað til jarðar í Belgorod-héraði og sprungið. Vélin hrapaði nærri íbúðabyggð. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sagði Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. Á erlendum miðlum segir að ekki hafi tekist að staðfesta með neinum hætti hverjir eða hvað hafi verið um borð í vélinni en misvísandi skilaboð hafa komið frá Rússlandi og Úkraínu. https://www.bbc.com/news/world-europe-68083739 Á vef BBC segir að Úkraínuher segi í tilkynningu ekki hafa í aðdraganda flugsins fengið neinar tilkynningar um að tryggja flughelgi eins og áður þegar slík skipti fóru fram. Á BBC segir að með tilkynningu sinni hafi úkraínski herinn verið að gefa í skyn að þeir hefðu skotið vélina niður og hefðu ekki haft upplýsngar um það hverjir voru um borð. Með því að tilkynna þeim ekki hverjir væru um borð væru Rússar að stefna lífi fanganna vísvitandi í hættu. Átta þúsund í haldi í Rússlandi Þónokkur fangaskipti hafa farið fram á milli Rússlands og Úkraínu frá því að stríðið hófst í febrúar árið 2022. Þau stærstu fóru fram snemma í þessum mánuði þegar 248 föngum var sleppt úr haldi Úkraínumanna og Rússar slepptu 230 föngum. Samkvæmt frétt BBC eru enn átta þúsund Úkraínumenn í haldi í Rússlandi og tugir þúsunda týndir. Stríðið er nú að nálgast sitt þriðja ár og hafa árásir Rússa á Úkraínu stigmagnast síðustu vikur. 18 voru drepin á þriðjudag og 130 særð í loftárásum á úkraínskar borgir. Varnarmálaráðherra Úkraínu, Rustem Umerov, hefur varað við því að Úkraínumenn séu við það að klára skotfæri sín. Rússar hafa síðustu tvo mánuði skotið 600 flugskeytum á Úkraínu og notað um þúsund dróna í árásum sínum. Úkraínumenn nota einnig dróna mikið í árásum sínum en drónaárás þeirra varð þess valdandi síðustu helgi að stór afhendingarstaður gass nærri Sankti Pétursborg sprakk í loft upp.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Úkraína Rússland Tengdar fréttir Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45 Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. 24. janúar 2024 13:45
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Popúlískir hægriflokkar sækja á fyrir kosningar til Evrópuþingsins Pópúlískir hægriflokkar sem eru andstæðingar Evrópusamrunans virðast vera að sækja verulega á fyrir komandi kosningar til Evrópuþingsins sem fram fara í júní. 24. janúar 2024 07:33
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent