Orban gefur grænt ljós á inngöngu Svía Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2024 13:45 Victor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands. EPA/FILIP SINGER Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, segist styðja inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið. Þá segist hann ætla að hvetja ungverska þingið til að samþykkja aðildarumsókn Svía eins fljótt og auðið er. Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag. Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn Just finished a phone call with @NATO Secretary General @jensstoltenberg. I reaffirmed that the Hungarian government supports the NATO-membership of #Sweden. I also stressed that we will continue to urge the Hungarian National Assembly to vote in favor of Sweden s accession and — Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 24, 2024 Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía. Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði. NATO Ungverjaland Svíþjóð Tengdar fréttir Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Í færslu sem Orban birti á X (áður Twitter) segist hann hafa sagt Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO, frá þessari afstöðu sinni í símtali þeirra í dag. Allar aðrar þjóðir í NATO hafa samþykkt umsókn Just finished a phone call with @NATO Secretary General @jensstoltenberg. I reaffirmed that the Hungarian government supports the NATO-membership of #Sweden. I also stressed that we will continue to urge the Hungarian National Assembly to vote in favor of Sweden s accession and — Orbán Viktor (@PM_ViktorOrban) January 24, 2024 Svíar sóttu um inngöngu í NATO í febrúar í fyrra, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Stjórnvöld í Tyrklandi og Ungverjalandi hafa dregið fæturna í að samþykkja umsókn Svía, þó umsókn Finna, sem sóttu um á svipuðum tíma, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum í apríl í fyrra. Tyrkneska þingið samþykkti umsókn Svía í gær en Orban hafði sagt fyrr í vikunni að hann vildi fá forsætisráðherra Svíþjóðar til Ungverjalands til viðræðna um aðildarumsókn Svíþjóðar. Áður hafði Orban sagt að Ungverjar vildu ekki verða síðastir til að samþykkja umsókna Svía. Orban hefur haldið jákvæðu sambandi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og staðið í vegi aðstoðar Evrópusambandsins handa Úkraínumönnum. Orban fundaði með Pútín í fyrra, sem reitti aðra leiðtoga í Evrópu til reiði.
NATO Ungverjaland Svíþjóð Tengdar fréttir Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Tyrkneska þingið sættir sig við inngöngu Svía Tyrkneska þingið samþykkti fyrir sitt leyti í kvöld að Svíum yrði veitt innganga í Atlantshafsbandalagið. Veiti Ungverjar einnig samþykki sitt mun samþykki allra aðildarþjóða bandalagsins liggja fyrir. 23. janúar 2024 20:58
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Stærstu heræfingar NATO í áratugi Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. 20. janúar 2024 07:55