Veður

Gular við­varanir vegna snjó­komu vestan­lands á morgun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Búast má við nokkrum samgöngutruflunum á morgun, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu.
Búast má við nokkrum samgöngutruflunum á morgun, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir vestanvert landið. Viðvaranirnar verða í gildi frá miðnætti fram á miðjan dag á morgun, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu.

Viðvörun tekur gildi vegna talsverðrar snjókomu á miðnætti á Faxaflóa og Breiðafirði. Á Breiðafirði er viðvörunin í gildi til klukkan ellefu í fyrramálið og til klukkan eitt eftir hádegi á Faxaflóa. 

Búast má við talsverðri snjókomu á vestanverðu landinu á morgun.Veðurstofa Íslands

Á höfuðborgarsvæðinu tekur viðvörunin gildi klukkan þrjú í nótt og gildir í akkúrat hálfan sólarhring. Klukkan ellefu í fyrramálið til klukkan þrjú síðdegis verður viðvörun í gildi á Suðurlandi. 

Von er á talsverðri snjókomu og búast má við slæmum akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutakmörkunum. Þá verður nokkuð lélegt skyggni. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×