Næstráðandi Hamas-samtakanna féll í drónaárás í Beirút Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 18:03 Mikill mannfjöldi safnaðist saman fyrir utan bygginguna í Dahiyeh, úthverfi Beirút, í kjölfar sprengingarinnar í dag. AP Saleh al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, er í hópi látinna eftir drónaárás í líbönsku höfuðborginni Beirút síðdegis í dag. Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök. Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Í frétt BBC segir að talsmaður Hamas staðfesti að al-Arouri sé í hópi sex látinna, en ríkisfjölmiðillinn í Líbanon segir Ísraelsher bera ábyrgð á árásinni. Talsmaður Ísraelshers segir við BBC að herinn muni ekki tjá sig um fréttir í erlendum fjölmiðlum. Sé raunin sú að Ísraelsher ber ábyrgð á árásinni er um að ræða mikla stigmögnun á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Sayyed Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah hefur áður heitið því að hefna allra árása Ísraela sem beinast gegn palestínskum embættismönnum í Líbanon. Saleh Al-Arouri, næstráðandi Hamas-samtakanna, árið 2017. Hann stýrði meðal annars starfsemi Hamas á Vesturbakkanum. Getty Árásin var gerð í hverfinu Dahiyeh í Beirút. Vitað er að Hamas, samtökin sem hafa ráðið ráðum á Gasaströndinni, er með náin tengsl við hryðjuverkasamtökin Hezbollah sem er með sterk ítök í Dahiyeh. Mikil spenna hefur verið á landamærum Ísraels og Líbanon síðustu vikurnar, eða frá 7. október síðastliðnum og hafa bæði ísraelskir hermenn og liðsmenn Hezbollah látið lífið í átökunum. Þúsundir Ísraelsmanna, sem búa nærri líbönsku landamærunum, hafa flúið heimili sín síðustu vikurnar vegna átakanna. Ísraelski varnarmálaráðherrann Benny Gantz sagði í desember að ísraelskar hersveitir myndu vinna að því fjarlægja sveitir Hezbollah frá svæðinu nærri landamærunum, héldu árásirnar áfram. Stjórnvöld í Íran fjármagna að stærstum hluta starfsemi Hezbollah sem Vesturlönd hafa skilgreint sem hryðjuverkasamtök.
Átök í Ísrael og Palestínu Líbanon Palestína Ísrael Tengdar fréttir Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Sjá meira
Segist gera ráð fyrir að átökin muni standa yfir út árið 2024 Stjórnvöld í Ísrael segjast gera ráð fyrir að átökin á Gasa munu halda áfram fram eftir ári og að verið sé að gera breytingar til að undirbúa hersveitir fyrir langvarandi átök. 2. janúar 2024 07:26