Prýðilegt sprengiveður á gamlárskvöld Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 00:05 Siggi stormur fer yfir áramótaveðrið. Vísir/Samsett Siggi Stormur segir það munu veðra vel til sprenginga á gamlárskvöld. Hann mætti í Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir veðurspá næstu daga. Samkvæmt Sigga eru engin stórviðri í kortunum en að næstu daga muni snjómugga og slydda einkenna veðrið víðast hvar á landinu. Gamlársdagur muni byrja með úrkomulitlu veðri lengst af á höfuðborgarsvæðinu en að gæti orðið einhver éljagangur þegar líður á gamlárskvöld. Lítlum vindi fylgi svifryk Siggi segir það þó valda honum áhyggjum hvað vindur verði hægur um það leyti sem sprengingarnar nái hámarki. „Á gamlárskvöld um miðnætti er ekkert mikill vindur á vestan- og suðvestanverðu landinu og raunar bara þokkalega hægur vindur og þá erum við komin með svifrykið og þetta óhreina loft sem við þekkjum svo vel þegar vindur hreyfist lítið og sprengjurnar skilja eftir sig þennan þykka reykjarmökk sem jafnvel tekur nokkra klukkutíma að fara,“ segir Siggi. „Hentar vel til skotárása“ Þó bendi spáin til prýðilegs sprengiveðurs þar sem bjartviðri verði í höfuðborginni um kvöldið og víða á vesturhluta landsins. Éljagangur verði einhver austanlands en ekki svo mikill að Siggi telji það munu hafa áhrif á sýnileika. „Mér sýnist á öllu að það henti vel til skotárása ef við horfum á það þannig,“ Siggi fer betur yfir spána fram að gamlársdegi og á nýju ári í viðtalinu sem hlusta má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Áramót Veður Reykjavík síðdegis Flugeldar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira
Samkvæmt Sigga eru engin stórviðri í kortunum en að næstu daga muni snjómugga og slydda einkenna veðrið víðast hvar á landinu. Gamlársdagur muni byrja með úrkomulitlu veðri lengst af á höfuðborgarsvæðinu en að gæti orðið einhver éljagangur þegar líður á gamlárskvöld. Lítlum vindi fylgi svifryk Siggi segir það þó valda honum áhyggjum hvað vindur verði hægur um það leyti sem sprengingarnar nái hámarki. „Á gamlárskvöld um miðnætti er ekkert mikill vindur á vestan- og suðvestanverðu landinu og raunar bara þokkalega hægur vindur og þá erum við komin með svifrykið og þetta óhreina loft sem við þekkjum svo vel þegar vindur hreyfist lítið og sprengjurnar skilja eftir sig þennan þykka reykjarmökk sem jafnvel tekur nokkra klukkutíma að fara,“ segir Siggi. „Hentar vel til skotárása“ Þó bendi spáin til prýðilegs sprengiveðurs þar sem bjartviðri verði í höfuðborginni um kvöldið og víða á vesturhluta landsins. Éljagangur verði einhver austanlands en ekki svo mikill að Siggi telji það munu hafa áhrif á sýnileika. „Mér sýnist á öllu að það henti vel til skotárása ef við horfum á það þannig,“ Siggi fer betur yfir spána fram að gamlársdegi og á nýju ári í viðtalinu sem hlusta má í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Áramót Veður Reykjavík síðdegis Flugeldar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir Má búast við skúrum eða éljum Víðast úrkomulítið en skúrir og slydduél austantil Mildri austanátt beint til landsins Áfram hvasst með suðurströndinni Slær áfram í storm á suðurströndinni Djúp lægð veldur stormi syðst á landinu Þurrt og bjart víða um landið Hvasst syðst á landinu Kólnandi veður og víða bjart Ákveðin austanátt á landinu öllu og víða snarpar hviður Víða rigning með köflum og bætir í vind í kvöld Róleg austanátt en hvessir á morgun Víða rigning og kólnar í veðri Minnkandi norðlæg átt en bætir í vind á morgun Þurrt og bjart suðvestantil en snjór og él víða Líkur á smá slyddu og snjókomu syðst Stíf norðvestlæg átt ásamt ofankomu Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Óvissustig á vegi milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Gular veðurviðvaranir framundan Útlit fyrir hríðarveður á austasta hluta landsins í kvöld Frost og hægur vindur Norðaustlæg átt og allvíða él Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Vara við eldingum á Suðausturlandi Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Áfram kalt á landinu Óvenjulega hlýr desember Áfram kalt og lægðir sækja að landinu Hægir vindar og snjókoma norðan- og austantil Sjá meira