Tvö sjálfsmörk skoruð í nýliðaslagnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. desember 2023 16:59 Jack Robinson reyndi að hreinsa burt eftir horn en skallaði í öfuga átt. George Wood/Getty Images) Einn dramatískasti leikur tímabilsins fór fram milli nýliða ensku úrvalsdeildarinnar, Sheffield United og Luton Town. Allt stefndi í endurkomusigur Sheffield manna en þeir settu boltann óvart í eigið net, tvisvar á skömmum tíma, og gáfu Luton 2-3 sigur. Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023 Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Luton byrjaði leikinn vel og tóku snemma forystuna með góðu marki frá Alfie Doughty. Sheffield United svaraði mótlætinu vel, leikmenn stigu vel upp undir lok hálfleiksins og tóku völdin í leiknum. Þeir voru óheppnir að jafna ekki áður en gengið var til búningsherbergja, en gerðu það svo á 61. mínútu. James McAtee gaf fastan bolta fyrir sem skoppaði af varnarmanni fyrir fætur Oliver McBurnie sem kom honum yfir línuna. Örskömmu síðar gaf McBurnie boltann svo sjálfur fyrir markið á varamanninn Max Lowe sem skaut í varnarmann. James McAtee og Nathan Archer skutu sínum skotum svo báðir í varnarmann líka áður en Anel Ahmedhodzic kom honum loks í netið. Sheffield United have turned it around! 😲They LEAD against Luton Town 💥 pic.twitter.com/tV10K8fr8v— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Afar óheppilegt mark fyrir Luton eftir að hafa varist svo vel. Heppnin átti þó eftir að vera með þeim í liði þegar Sheffield United setti boltann tvisvar í eigið net með stuttu millibili. Jack Robinson varð fyrri til þegar hann reyndi að hreinsa hornspyrnu Luton burt en skallaði boltann aftur fyrir sig í eigið mark. Anis Ben Slimane gerði svo slíkt hið sama þegar hann reyndi að sparka fyrirgjöf Luton burt. Fleiri urðu mörkin ekki, lokatölur 2-3 sigur Luton Town. Another own-goal and Luton lead 3-2! 🤯 pic.twitter.com/j7ezqZ5fHV— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 26, 2023 Bournemouth vann samtímis öruggan 3-0 sigur gegn Fulham. Alex Scott stórkostlegan sprett upp völlinn rétt fyrir hálfleik, sólaði sig framhjá þremur varnarmönnum, lagði boltann svo til hliðar á Justin Kluivert sem kom heimamönnum marki yfir. Dominic Solanke hélt svo áfram að bæta við markareikning sinn þegar hann skoraði örugglega úr vítaspyrnu á 60. mínútu. Hann er nú kominn með átta mörk í síðustu sjö deildarleikjum, alls tólf á tímabilinu. Luis Sinisterra skoraði svo þriðja mark Bournemouth og innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. 12 Premier League goals for Dominic Solanke this season ♨️ pic.twitter.com/fVAPVDLRPT— B/R Football (@brfootball) December 26, 2023
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira