Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 14:36 Rúmlega níutíu manns féllu í tveimur loftárásum Ísraela á Gasaströndinni í gær. Í einni þeirra féllu 76 manns úr sömu fjölskyldunni. AP/Adel Hana Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Sjá meira
„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57
Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13