Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. desember 2023 06:26 Fólk freistar þess að fá heita máltíð í Rafah. Hungursneyð er sögð blasa við á Gasa að óbreyttu. AP/Fatima Shbair Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. Frá þessu greindi Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, í gær en hún sagði breytingar á tillögunni meðal annars fólgnar í því að ekki er talað um „tafarlausa stöðvun átaka“. Þess í stað er orðalagið á þann hátt að neyðaraðstoð verði tryggð á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvort öll önnur ríki sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu séu fylgjandi tillögunni, til að mynda Rússland. Þá vildi Thomas-Greenfield ekki gefa upp í gær hvað Bandaríkin myndu gera, hvort þau myndu greiða atkvæði með tillögunni eða sitja hjá. Að minnsta kosti virðist sem Bandaríkjamenn muni ekki beita neitunarvaldi sínu, sem þeir hafa nú þegar gert í tvígang varðandi tillögur um vopnahlé á Gasa. Samkvæmt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) héldu loftárásir Ísraelsmanna á Gasa áfram í gær. Þá var einnig barist víðast hvar á svæðinu, nema í Rafah. Hamas gerði einnig loftárásir á svæði í Ísrael. Hungursneyð er sögð blasa við íbúum Gasa að óbreyttu. Rania Al Abdullah, drottning Jórdaníu, sagði í aðsendri grein í Washington Post, að ástandið líktist martröð og sagði nýtt viðmið að skapast um hvað þætti ásættanlegt, sem væri áhyggjuefni fyrir þessi átök og átök framtíðar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira
Frá þessu greindi Linda Thomas-Greenfield, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, í gær en hún sagði breytingar á tillögunni meðal annars fólgnar í því að ekki er talað um „tafarlausa stöðvun átaka“. Þess í stað er orðalagið á þann hátt að neyðaraðstoð verði tryggð á svæðinu. Það liggur ekki fyrir hvort öll önnur ríki sem eiga fulltrúa í öryggisráðinu séu fylgjandi tillögunni, til að mynda Rússland. Þá vildi Thomas-Greenfield ekki gefa upp í gær hvað Bandaríkin myndu gera, hvort þau myndu greiða atkvæði með tillögunni eða sitja hjá. Að minnsta kosti virðist sem Bandaríkjamenn muni ekki beita neitunarvaldi sínu, sem þeir hafa nú þegar gert í tvígang varðandi tillögur um vopnahlé á Gasa. Samkvæmt Samhæfingarskrifstofu aðgerða SÞ í mannúðarmálum (OCHA) héldu loftárásir Ísraelsmanna á Gasa áfram í gær. Þá var einnig barist víðast hvar á svæðinu, nema í Rafah. Hamas gerði einnig loftárásir á svæði í Ísrael. Hungursneyð er sögð blasa við íbúum Gasa að óbreyttu. Rania Al Abdullah, drottning Jórdaníu, sagði í aðsendri grein í Washington Post, að ástandið líktist martröð og sagði nýtt viðmið að skapast um hvað þætti ásættanlegt, sem væri áhyggjuefni fyrir þessi átök og átök framtíðar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Sjá meira