Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:06 Börn fá aðhlynningu á spítala eftir loftárásir Ísraelsmanna. AP/Marwan Saleh Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Yfirvöld á Gasa segja um 20 þúsund manns hafa látist í aðgerðum Ísraelsmanna og Thurtle segir ómögulegt að skipuleggja viðbragð við hörmungunum á meðan árásir standa yfir. Fleiri og fleiri borgarar verði sjúklingar á degi hverjum og fólk hafi ekki í neitt öruggt skjól að leita. Ísraelsmenn hafa sagst vera reiðubúnir til að semja um annað hlé á átökum en hafa á sama tíma heitið því að láta ekki af aðgerðum fyrr en Hamas-samtökin hafa verið upprætt. „Við erum að láta vítislogum rigna á Hamas,“ sagði forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu í gær. Thurtle hefur verið stödd í Austur-Jerúsalem þar sem hún hefur skipulagt starf Lækna án landamæra á Gasa og segir þá fáu spítala sem enn séu starfhæfir fulla af sjúklingum og fólki á vergangi. Af þeim 150 til 200 einstaklingum sem séu fluttir til al-Aqsa sjúkrahússins á degi hverjum sé um þriðjungur látinn þegar þangað er komið. Hlutfall barna sé afar hátt. Upplýsingar hvað þetta varðar hafi verið misvísindai en þetta sé sá raunveruleiki sem samtökin hafi upplifað á vettvangi. Chris Hook, sem hefur farið fyrir aðgerðum á Gasa, sagði fyrr í vikunni að læknar á Nasser-sjúkrahúsinu þyrftu að „stíga yfir lík barna til að veita öðrum börnum aðstoð sem myndu deyja hvort sem er“. Thurtle segir talsmenn Lækna án landamæra hafa ákveðið að stíga fram og lýsa upplifun sinni til að vega upp á móti orðræðu fólk sem væri ekki á vettvangi og hefði ekki vit á því sem það væri að segja. „Við höfum verið sökuð um að vera hlutdræg í þessum átökum en það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er ekki hlutdrægni að lýsa því sem heilbrigðisstarfsmenn eru að upplifa,“ segir hún.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira