Kvarta yfir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2023 11:59 Fólk í Suður-Kóreu virðist hafa auknar áhyggjur af kjarnorkuvopna- og eldflaugaþróun Norður-Kóreu. AP/Ahn Young-joon Langdrægri eldflaug, sem gæti drifið til allra Bandaríkjanna, var skotið á loft frá Norður-Kóreu í morgun. Var þetta annað tilraunaskotið frá einræðisríkinu á nokkrum klukkustundum. Yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja að um svokallaða ICBM sé að ræða sem geti drifið allt að fimmtán þúsund kílómetra, með því að fljúga út í geim. Líklegt þykir að eldflaugin hafi verið af gerðinni Hwasong-18. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft frá Norður-Kóreu. Vísindamenn og verkfræðingar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem geta borið þau vopn til Bandaríkjanna. Bæði þróun kjarnorkuvopna og þróun eldflauga fer gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Reuters hefur eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Japans að eldflaugin hafi flogið í 73 mínútur. Hún náði rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og féll í hafið milli Japans og meginlandsins. Í gærkvöldi var skammdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu en hún flaug um 570 kílómetra áður en hún féll í hafið. Eftir það gáfu yfirvöld í Norður-Kóreu út yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn voru fordæmdir fyrir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld, með því að sigla kjarnorkuknúnum kafbáti til hafnar í Suður-Kóreu í gær. Vilja kjarnorkvopn í Suður-Kóreu Erindrekar frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum funduðu á föstudaginn um það að Bandaríkjamenn komi mögulega aftur fyrir kjarnorkuvopnum í Suður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt að íbúar Suður-Kóreu óttast kjarnorkuvopn Kim og vilja eigin kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Á fundi erindrekanna var samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, samþykkt að vinna að sameiginlegri kjarnorkuvopnastefnu á næsta ári og halda heræfingar þar sem líkt verður eftir kjarnorkuárásum úr norðri. Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Japan Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Yfirvöld í Suður-Kóreu og Japan segja að um svokallaða ICBM sé að ræða sem geti drifið allt að fimmtán þúsund kílómetra, með því að fljúga út í geim. Líklegt þykir að eldflaugin hafi verið af gerðinni Hwasong-18. Þetta er í fimmta sinn á þessu ári sem eldflaug af þessari gerð er skotið á loft frá Norður-Kóreu. Vísindamenn og verkfræðingar Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa um árabil unnið að þróun kjarnorkuvopna og eldflauga sem geta borið þau vopn til Bandaríkjanna. Bæði þróun kjarnorkuvopna og þróun eldflauga fer gegn samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Reuters hefur eftir starfsmönnum varnarmálaráðuneytis Japans að eldflaugin hafi flogið í 73 mínútur. Hún náði rúmlega sex þúsund kílómetra hæð og féll í hafið milli Japans og meginlandsins. Í gærkvöldi var skammdrægri eldflaug skotið frá Norður-Kóreu en hún flaug um 570 kílómetra áður en hún féll í hafið. Eftir það gáfu yfirvöld í Norður-Kóreu út yfirlýsingu þar sem Bandaríkjamenn voru fordæmdir fyrir „forsýningu“ á kjarnorkustyrjöld, með því að sigla kjarnorkuknúnum kafbáti til hafnar í Suður-Kóreu í gær. Vilja kjarnorkvopn í Suður-Kóreu Erindrekar frá Suður-Kóreu og Bandaríkjunum funduðu á föstudaginn um það að Bandaríkjamenn komi mögulega aftur fyrir kjarnorkuvopnum í Suður-Kóreu. Kannanir hafa sýnt að íbúar Suður-Kóreu óttast kjarnorkuvopn Kim og vilja eigin kjarnorkuvopn. Sjá einnig: Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Eins og sagt var í nýlegri frétt AP fréttaveitunnar óttast Suður-Kóreumenn að bandarískur forseti myndi ekki beita kjarnorkuvopnum til að verja Suður-Kóreu gegn áras frá Norður-Kóreu, af ótta við að Norður-Kóreumenn myndu skjóta kjarnorkuvopnum að Bandaríkjunum. Milli sjötíu og áttatíu prósent íbúa Suður-Kóreu vilja að ríkið eignist eigin kjarnorkuvopn eða að Bandaríkjamenn flytji aftur kjarnorkuvopn þangað. Þau vopn voru fjarlægð á tíunda áratug síðustu aldar. Á fundi erindrekanna var samkvæmt Yonhap fréttaveitunni, samþykkt að vinna að sameiginlegri kjarnorkuvopnastefnu á næsta ári og halda heræfingar þar sem líkt verður eftir kjarnorkuárásum úr norðri.
Norður-Kórea Suður-Kórea Hernaður Bandaríkin Japan Tengdar fréttir Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00 Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17 Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31 Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54 Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Herir Evrópu standa á brauðfótum eftir áratuga niðurskurð Frá því kalda stríðinu lauk á tíunda áratug síðustu aldar hafa ráðamenn í Evrópu varið sífellt minni fjármunum til varnarmála og hergagnaframleiðslu. Vopnabúr Evrópu eru svo gott sem tóm og getan til hergagnaframleiðslu lítil. 13. desember 2023 08:00
Óreiða í Washington og tilhlökkun í Moskvu Sendiherra Úkraínu í Bandaríkjunum segist vongóð um að bandarískir þingmenn muni samþykkja frekari hernaðaraðstoð, þó sífellt ólíklegra verði að slíkt verði gert fyrir jól. Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings komu í veg fyrir atkvæðagreiðslu um frumvarp þar að lútandi í gærkvöldi og krefjast mikilla fjármuna til aukins eftirlits á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. 7. desember 2023 23:17
Fullyrða að njósnagervitungl hafi myndað Hvíta húsið og Pentagon Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að gervitungl, sem þau skutu nýlega á loft, hafi náð mjög skýrum ljósmyndum bæði af Hvíta húsinu, bandaríska varnarmálaráðuneytinu og bandarískum flugmóðurskipum. Kim Jong-un leiðtogi landsins segist hafa skoðað myndirnar. 28. nóvember 2023 08:31
Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. 1. nóvember 2023 13:54
Ákæra bandaríska hermanninn sem flúði yfir til Norður-Kóreu fyrir liðhlaup Bandarískur hermaður sem flúði yfir landamæri Suður-Kóreu, yfir til Norður-Kóreu, hefur verið ákærður fyrir liðhlaup, misneytingu og vörslur barnakláms. Norður-Kóreumenn handsömuðu hermanninn eftir liðhlaupið í júlí á þessu ári en slepptu honum eftir tvo mánuði. 20. október 2023 18:12
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent