Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 13:54 Kim Jong Un og Vladimír Pútín funduðu í Rússlandi í sumar. AP/Vladimir Smirnov Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sjá meira
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27