Fengu gervihnattatækni í skiptum fyrir sprengikúlur Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2023 13:54 Kim Jong Un og Vladimír Pútín funduðu í Rússlandi í sumar. AP/Vladimir Smirnov Sérfræðingar Leyniþjónustu Suður-Kóreu telja að nágrannar þeirra í norðri séu að undirbúa þriðju tilraunina til að skjóta gervihnetti á braut um jörðu. Geimvísindamenn Norður-Kóreu eru sagðir hafa fengið tæknilega aðstoð frá Rússum. Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar. Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Síðasta tilraunin til að skjóta gervihnetti á loft frá Norður-Kóreu misheppnaðist í ágúst. Þá lýstu yfirvöld ríkisins því yfir að aftur yrði reynt í október en ekkert varð af því. Nú segja ráðamenn í Suður-Kóreu að lokaundirbúningur fyrir nýtt geimskot eigi sér nú stað. Í frétt Yonhap fréttaveitunnar segir að talið sé að verið sé að gera lokakönnun á eldflaugum og hreyflum sem nota á við geimskotið, samkvæmt yfirmönnum Leyniþjónustu Suður-Kóreu, sem fræddu þingmenn um stöðuna á dögunum. Þá segir í fréttinni að talið sé að geimvísindamenn Norður-Kóreu hafi fengið tæknilega aðstoð við þróun gervihnatta og því séu meiri líkur á því að þetta geimskot heppnist. Talið er að þessi aðstoð sé liður í samkomulagi sem Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, gerði við Valdimír Pútín, einræðisherra Rússlands, þegar sá fyrrnefndi fór til Rússlands fyrr á árinu. Þessa aðstoð fá Kóreumenn í skiptum fyrir gífurlega mikið af sprengikúlum fyrir stórskotalið sem sendar hafa verið til Rússlands frá Norður-Kóreu. Yfirvöld í Suður-Kóreu áætla að Norður-Kóreumenn hafi sent meira en milljón sprengikúlur til Rússlands í um það bil tíu sendingum. Það samsvarar um tveggja mánaða notkun Rússa í Úkraínu en Norður-Kórea sendi einnig stórskotaliðsvopn og önnur hergögn til Rússlands. Þetta mun líklega veita Rússum ákveðið forskot gegn Úkraínumönnum, þar sem stórskotalið skiptir sköpum í stíðinu þar. Kim Jong Un hefur lengi viljað koma njósnagervihnetti á braut um jörðu. Talið er að þetta sé liður í eldflauga- og kjarnorkuvopnaætlunum Norður-Kóreu, þar sem unnið hefur verið að þróun langdrægra eldflauga um árabil. Þessar eldflaugar eiga að geta borið kjarnorkuvopn til Bandaríkjanna. Þróun bæði eldflauganna og kjarnorkuvopnanna eru í trássi við samþykktir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Áðurnefndum þingmönnum í Suður-Kóreu var þó tilkynnt í vikunni að Norður-Kóreumenn hafi enn ekki náð tökum á tækninni sem þarf til að minnka kjarnorkuvopn svo þau komist fyrir í umræddum eldflaugum og herða þau, svo vopnin þoli hitann, titringinn og annað við endurkomu í gufuhvolf jarðarinnar.
Norður-Kórea Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Suður-Kórea Tengdar fréttir Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18 Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58 Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10 Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Fleiri fréttir Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Sjá meira
Kim heitir Pútín fullum stuðningi Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, heitir Vladimír Pútín, forseta Rússlands, „fullum og skilyrðislausum“ stuðningi. Leiðtogarnir einangruðu funduðu í rúma fjóra tíma í dag og eru þeir sagðir hafa rætt samvinnu á sviði hernaðar og efnahags. 13. september 2023 18:18
Viðræður Pútín og Kim hafnar og „allt á borðinu“ Formlegar viðræður Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta og Kim Jong-un leiðtoga Norður-Kóreu hófust í morgun í geimferðamiðstöðinni í Amur í Rússlandi, þar sem Soyuz geimflaugunum er skotið á loft. 13. september 2023 06:58
Sjósettu kafbát sem borið getur kjarnorkuvopn Kim Jong Un, einræðisherra Norður Kóreu opinberaði í vikunni nýjan kafbát sem á að geta borið kjarnorkuvopn. Kóreumenn hafa lengi unnið að þróun slíkra kafbáta. 8. september 2023 15:10
Segir að Kim muni gjalda fyrir vopnasendingar Jake Sullivan, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, segir að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, og ríkið allt muni gjalda fyrir mögulega vopnasendingar til Rússlands. Hann segir að sendi Kóreumenn vopn til Rússlands sem notuð yrði í Úkraínu, kæmi það niður á Norður-Kóreu á alþjóðasviðinu. 6. september 2023 14:27