Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 23:01 Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Alex Grimm/Getty Images Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Leik lokið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Körfubolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Körfubolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Formúla 1 Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Handbolti Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Körfubolti Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Fótbolti Leik lokið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Körfubolti Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Enski boltinn Sjáðu dóminn sára á Víkinga: VAR hafi reddað málum með vafasömum hætti Fótbolti Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Körfubolti Nýja tæknin notuð alls staðar nema hjá liði Stefáns Teits Enski boltinn Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Fótbolti Fleiri fréttir Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Víkingar hættir í Lengjubikarnum Ætla að spila í Grindavík: „Ábyrgð mín að koma liðinu heim“ Sif Atla ráðin framkvæmdastjóri Leikmannasamtaka Íslands Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“ Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Sjá meira
Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Körfubolti
Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Körfubolti