Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 23:01 Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Alex Grimm/Getty Images Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira