Íslenski boltinn

Segja Jón Guðna vera á leið í Víking

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson er sagður á leið heim og mun spila í Bestu deildinni á næsta ári.
Jón Guðni Fjóluson er sagður á leið heim og mun spila í Bestu deildinni á næsta ári. Hammarby

Í lokaþætti Stúkunnar – þar sem lokaumferð Bestu deildar karla í fótbolta var gerð upp – var opinberað að Jón Guðni Fjóluson sé á leið til bikarmeistara Víkings.

Hinn 33 ára gamli Jón Guðni er samningsbundinn sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby í ár til viðbótar. Miðvörðurinn hefur verið meiddur undanfarið ár þar sem hann sleit krossband í hné í október á síðasta ári.

Jón Guðni er uppalinn hjá Fram á Íslandi en hefru síðan spilað með Beerschot í Belgíu, Sundsvall, Norrköping og nú Hammarby í Svíþjóð ásamt Krasnodar í Rússlandi og Brann í Noregi. Þá hefur Jón Guðni spilað 18 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Víkingar enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar í sumar ásamt því að verða bikarmeistarar þriðja skiptið í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.