Fimmtán refsað vegna Discord-lekans Samúel Karl Ólason skrifar 11. desember 2023 16:58 Teiknuð mynd af Jack Teixeira í dómsal fyrr á árinu. AP/Margaret Small Fimmtán starfsmönnum flughers Bandaríkjanna var refsað vegna Discord-lekans svokallaða. Jack Teixeira er sakaður um að hafa lekið mikið af leynilegum gögnum á netið en rannsókn hefur leitt í ljós að yfirmenn hans hafi brugðist og að menning andvaraleysis hafi gert honum kleift að leka gögnunum. Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Teixeira birti tugi mynda af leynilegum skjölum á spjallborði í samskiptaforritinu Discord í nokkra mánuði, áður en upp um hann komst og hann var handtekinn í apríl. Hann vann hjá leyniþjónustudeild flugþjóðvarðaliðs Bandaríkjanna, sem tekur við leynilegum upplýsingum úr ýmsum áttum og gerir úr því kynningarefni fyrir æðstu yfirmenn herafla Bandaríkjanna og ráðamenn. Teixeirea vann við viðhald á tölvukerfi deildarinnar en hann mun hafa tekið myndir af þessu kynningarefni og skrifað það niður og birt á Discord til að ganga í augun á vinnum sínum þar. Sjá einnig: Teixeira sagði það „töff“ að vita meira en aðrir Flugherinn sendi skýrslu um rannsóknina til bandaríska þingsins í dag. Þar eru yfirmenn Teixeira gagnrýndir fyrir að hafa ekki takmarkað aðgang hans að leynilegu efni og fyrir að hafa ekki gert viðvart þegar upp komst um að hann hefði verið að taka myndir af leynilegum gögnum. Aðrir meðlimir í sveit Teixeira sögðu frá því við rannsóknina að allt að fjórum sinnum hefði komist upp um Teixeira. Þetta var ekki tilkynnt upp skipanakeðjuna eins og yfirmönnum Teixeira bar að gera, því þeir óttuðust að brugðist yrði of harkalega við. Þetta gerði Teixeira kleift að dreifa hundruðum mynda af leynilegum gögnum á netinu. Í frétt Washington Post um skýrsluna segir að þó rannsókn flughersins hafi verið lokið í ágúst, hafi skýrslan verið send þinginu í dag vegna ítarlegrar rannsóknar miðilsins á Discord-lekanum en fyrsta fréttin úr þeirri rannsókn birtist á morgun. Rannsóknin leiddi meðal annars í ljós að Teixeira var oft á næturvöktum, með aðeins tveimur öðrum í byggingunni og voru þeir undir litlu eftirliti. Þá var ekkert eftirlit með því hvað verið var að prenta í húsnæðinu og hvað gert var við útprentað efni. Meðal þeirra fimmtán sem refsað var er ofursti en sá lægst setti er liðþjálfi. Refsingarnar hófust í september og voru nokkrir færðir úr starfi og aðrir fengu áminningu. Ofurstinn Sean Riley, sem var yfir herdeild Texeira, var rekinn úr starfi. Blaðamenn Washington Post komu höndum yfir gögn um að Teixeira hefði verið vikið úr menntaskóla vegna ógnandi hegðunar og orða um bensínsprengjur og skotvopn. Rannsókn flughersins sýndi fram á að við bakgrunnsskoðun hafi fundist vísbendingar um að Teixeira hefði átt að vera undir meira eftirliti en þær upplýsingar bárust ekki til yfirmanna hans.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48 Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Vissu af áætlun Úkraínumanna um árás á Nord Stream Yfirvöld í Bandaríkjunum fengu í júní í fyrra upplýsingar frá evrópskri leyniþjónustu um að Úkraínumenn hefðu skipulagt árás á Nord Stream gasleiðslurnar. Þremur mánuðum síðar, eða þann 22. september, sprungu sprengjur við Nord Stream 1 og 2 en skemmdarverkinu hefur verið lýst sem bíræfni árás á orkuinnviði Evrópu. 6. júní 2023 16:48
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45
Ungur þjóðvarðliði handtekinn vegna lekans á leynigögnunum Tuttugu og eins árs gamall þjóðvarðliði var handtekinn á heimili sínu í Massachusetts í Bandaríkjunum grunaður um að leka háleynilegum hernaðaruppýsingum í dag. Hann verður ákærður fyrir ólögmæta meðferð á ríkisleyndarmálum. 13. apríl 2023 18:48