Átti sér sögu um rasisma og ofbeldistal fyrir lekann Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2023 08:49 Teixeira (í rauðum stuttbuxum) leiddur út í járnum af heimili sínu í Worcester í Massachusetts 13. apríl. AP/WCVB-TV Ungur maður sem er sakaður um að leka leynilegum skjölum bandaríska varnarmálaráðuneytisins er sagður eiga sér sögu um rasisma og ofbeldistal. Saksóknarar segja að hann hafi reynt að hindra rannsókn á lekanum af veikum mætti. Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Alríkisdómstóll í Massachusetts tekur afstöðu til þess í dag hvort að Jack Teixeira, 21 árs gamall flughermaður, sæti áfram gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á hvort að hann hafi lekið fjölda leynilegra skjala til félaga sinna í samskiptaforritinu Discord, meðal annars um gang stríðsins í Úkraínu. Saksóknarar krefjast þess að Teixeira verði ótímabundið í varðhaldi vegna þess að veruleg hætt sé á að hann reyni að flýja. Hann gæti enn búið yfir upplýsingum sem væru fjandríkjum Bandaríkjanna afar verðmæt. Í greinargerð saksóknaranna fullyrða þeir að Teixeira hafi stungið nefinu ofan í mun fleiri leyniskjöl en fram hefur komið opinberlega. Það ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna að sleppa honum, að sögn AP-fréttastofunnar. Dökk mynd er dregin upp af Teixeira í greinargerðinni, að sögn New York Times. Hann var rekinn úr framhaldsskóla vegna ógnvekjandi ummæla hans um eldsprengjur og önnur vopn og hótanir sem tengdust kynþætti árið 2018. Hann hafi leitað á netinu að upplýsingum um fjöldaskotárásir. Þá hafi hann ítrekað rætt um ofbeldi og morð með vinum sínum í Discord-hópnum. Skotvopn og herbúnaður voru við rúmið hans heima hjá foreldrum hans. Þegar Teixeira sótti um skotvopnaleyfi er þessi hegðun hans sögð hafa vakið eftirtekt staðarlögreglunnar. New York Times segir þetta vekja enn frekari spurningar um hvernig Teixeira var treyst fyrir aðgangi að leyniskjölum í gegnum störf sín í herstöð í Massachusetts. Eyðilagði tölvur og bað félaga um að eyða skilaboðum Þegar hringurinn tók að þrengjast í kringum Teixiera reyndi hann í örvæntingu og á klaufalegan hátt að fela spor sín. Þannig sagði hann félögum sínum í Discord-hópnum að eyða öllum skilaboðum. Hann bað einn þeirra um að segja ekki orð við rannsakendur. Eins reyndi Teixeira að eyða sönnunargögnum. Saksóknararnir lögðu fram myndir af spjaldtölvu og Xbox-leikjatölvu sem flughermaðurinn braut í flýti og henti í ruslagám nærri heimili sínu skömmu áður en hann var handtekinn fyrr í þessum mánuði. Vitni sagði yfirvöldum að Teixeira hefði hent síma sínum út um glugga bíls á ferð. Teixeira er ákærður fyrir misferli með leyniskjöl á grundvelli njósnalaga. Saksóknarar segja að hann gæti átt yfir höfði sér tuttugu og fimm ára fangelsisvist og jafnvel mun meira verði hann sakfelldur. Ungi maðurinn hefur ekki tekið afstöðu til sakarefnisins.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15 Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Sjá meira
Byrjaði að leka nánast um leið og innrásin hófst Ungur bandarískur flughermaður sem er sakaður um að misfara með leynilegar hernaðarupplýsingar var byrjaður að leka gögnum fyrr en áður var vitað. Hann er talinn hafa deilt gögnum í spjallhópi með hundruð manna innan við tveimur sólarhringum eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 22. apríl 2023 13:15
Stendur frammi fyrir áralangri fangelsisvist fyrir lekann Jack Teixeira, sem grunaður er um að hafa lekið leynilegum upplýsingum á netið, hefur verið ákærður. Ákærurnar eru tvær en önnur þeirra snýr að því að hann hafi náð í leynilegar upplýsingar án heimildar og að hann hafi tekið þær án heimildar. 14. apríl 2023 16:45