Mannskæð skotárás í Jerúsalem Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. nóvember 2023 23:03 Þrír eru látnir og fjölmargir særðir eftir skotárás Hamas-liða í Jerúsalemborg í dag. EPA/Abir Sultan Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Myndefni frá vettvangi sýnir árásarmennina stíga út úr bifreið á hraðbraut og skjóta inn í mannmergðina með riffli og skammbyssu. Hermenn og einn óbreyttur borgari sem voru á svæðinu þegar skothríðin hófst skutu árásarmennina til bana stuttu seinna. Lögregluyfirvöld segja að mennirnir hafi komið úr Austur-Jerúsalem sem er um þessar mundir hernumin af Ísraelsher. Vopnahlé er á átökum Hamas og Ísrael og óljóst er hve lengi það mun vara. Ísraelsk yfirvöld hafa þó sagt að Ísraelsher myndi halda áfram aðgerðum sínum að hléinu loknu en yfirlýst markmið stjórnvalda eru að útrýma Hamas. Mennirnir úr röðum Hamas Hamas lýstu því yfir að árásarmennirnir væru úr þeirra röðum og sögðu árásina vera svar við glæpum Ísraela í Gasa og annars staðar. Meira en fimmtán þúsund manns hafa látið lífið í árásum Ísraels á Gasasvæðið, þar á meðal yfir sex þúsund börn, síðan stríð hófst í október. Samkvæmt lögregluyfirvöldum í Ísrael bárust fréttir af skotárás við hraðbrautina milli Tel Avív og Jerúsalem um sexleytið í morgun á íslenskum tíma. „Eðlileg viðbrögð við glæpum Ísraels“ „Bíll kom á vettvang og tveir vopnaðir hryðjuverkamenn sátu í honum. Annar var vopnaður M16-riffli og hinn skammbyssu,“ segir lögreglustjórinn í Jerúsalem Doron Turgeman við fréttamenn BBC á svæðinu. „Þeir hófu skothríð á fólkið sem beið við biðskýlið. Snögg viðbrögð tveggja hermanna og óbreytts borgara, sem voru nálægt, gerðu út um árásarmennna,“ bætti hann við. Mikið magn skotfæra fannst í bíl árásarmannanna. Talsmenn Hamas staðfestu seinna í dag að mennirnir tveir væru úr þeirra röðum og lýstu árasinni sem „eðlilegum viðbrögðum við fordæmalausum glæpum hernáms Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36 Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Sjá meira
Framlengt um sólarhring á síðustu stundu Ísraelsher greindi frá því í morgun að framhald yrði á hléi á átökum á Gasa vegna viðleitni sáttasemjara í málinu til að halda áfram að vinna að lausn gísla í haldi Hamas. 30. nóvember 2023 06:36