Segir barist fyrir tilvist Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2023 13:46 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Mikhail Klimentyev Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið. Þetta sagði forsetinn, sem hefur stýrt Rússlandi í rúma tvo áratugi og þykir líklegur til að tilkynna að hann ætli að sitja enn eitt sex ára kjörtímabil, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. „Við erum ekki bara að berjast fyrir frelsi Rússlands, heldur alls heimsins,“ sagði Pútín í stóryrtri ræðu sinni í gær. Hann sakaði Vesturlönd um „Rússahatur“ og hét hann því að berjast gegn viðleitni þeirra til að skipta Rússlandi upp með því að ala á deilum milli mismunandi þjóðarbrota Rússneska sambandsríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pútín brugðist hart við öllum mótmælum í Rússlandi og gagnrýni á innrásina í Úkraínu. Mótmælendur hafa fengið þunga fangelsisdóma. Nýjum lögum sem eiga að vernda heiður rússneska hersins hefur verið beitt gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Pútín sagði einnig í ræðu sinni að Rússar væru að berjast fyrir sanngjarnari heimsskipan en ríkt hefur frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Án sjálfstæðs og sterks Rússlands væri stöðug og friðsöm heimsskipan ekki möguleg. Sagðist þurfa að bjarga fólki Pútín hefur gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. En sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar. Frá því átökin hófust þann 14. apríl 2014, þegar aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn í þessum hluta landsins, með stuðningi Rússa, til 31. desember 2021 féllu 3.404 óbreyttir borgarar í austurhluta Úkraínu, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Lang flestir þeirra féllu á árunum 2014 og 2015, þegar átökin voru hvað umfangsmest og eru 298 manns sem voru um borð í MH17, flugvél Malaysian Airlines, sem aðskilnaðarsinnar skutu niður með rússnesku loftvarnarkerfi, taldir með. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Árið 2014 dóu 2084 óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna, og árið 2015 dóu 955. Síðustu þrjú árin fyrir innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022, dóu einungis 78 óbreyttir borgarar. 27 árið 2019, 26 árið 2020 og 25 árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei sagt að þetta fólk hafi allt fallið í árásum Úkraínumanna eins og Rússar hafa haldið fram. Síðustu árin dóu flestir vegna jarðsprengja eða annarra ósprunginna sprengja. Í tölum Sameinuðu þjóðanna segir að séu bæði úkraínskir hermenn og úkraínskir aðskilnaðarsinnar taldir með, hafi 14.200 til 14.400 manns fallið í átökunum, frá apríl 2014 til loka árs 2021. Erindreki vísaði í réttar tölur í dómsal Fyrr á þessu ári vísaði erindreki Rússlands við Alþjóðadómstólinn í Haag í raunverulegar tölur Sameinuðu þjóðanna um látna óbreytta borgara, eða svo gott sem, og sagði rúmlega 3.500 hafa fallið og rúmlega tíu þúsund haf særst, þar á meðal rúmlega hundrað börn, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta sagði María Sabolotskaíja vegna lögsóknar Úkraínu gegn Rússlandi. Hún hélt því fram að Úkraínumenn hefðu aukið árásir sínar í austurhluta Úkraínu í febrúar 2022, fyrir innrás Rússa. Þess vegna hefðu Rússar þurft að koma fólkinu þar til bjargar. Sérstaklega þar sem tillögur ráðamanna í Rússlandi frá því í desember 2021, sem hefðu átt að tryggja frið í Evrópu, hefði verið hafnað og áhyggjur Rússa hunsaðar. Á þessum tíma höfðu Rússar komið umfangsmiklum herafla fyrir við landamæri Úkraínu. Þessar tillögur snerust í einföldu máli um það að Atlantshafsbandalagið hörfaði alfarið frá Austur-Evrópu. Að þjóðum sem kusu að ganga inn í bandalagið eftir árið 1997 yrði vísað úr því. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. 28. nóvember 2023 12:11 Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Þetta sagði forsetinn, sem hefur stýrt Rússlandi í rúma tvo áratugi og þykir líklegur til að tilkynna að hann ætli að sitja enn eitt sex ára kjörtímabil, í ræðu sem hann hélt í gærkvöldi. „Við erum ekki bara að berjast fyrir frelsi Rússlands, heldur alls heimsins,“ sagði Pútín í stóryrtri ræðu sinni í gær. Hann sakaði Vesturlönd um „Rússahatur“ og hét hann því að berjast gegn viðleitni þeirra til að skipta Rússlandi upp með því að ala á deilum milli mismunandi þjóðarbrota Rússneska sambandsríkisins. Eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar hefur Pútín brugðist hart við öllum mótmælum í Rússlandi og gagnrýni á innrásina í Úkraínu. Mótmælendur hafa fengið þunga fangelsisdóma. Nýjum lögum sem eiga að vernda heiður rússneska hersins hefur verið beitt gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Sjá einnig: Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Pútín sagði einnig í ræðu sinni að Rússar væru að berjast fyrir sanngjarnari heimsskipan en ríkt hefur frá tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Án sjálfstæðs og sterks Rússlands væri stöðug og friðsöm heimsskipan ekki möguleg. Sagðist þurfa að bjarga fólki Pútín hefur gefið margar ástæður fyrir innrás Rússa í Úkraínu. En sú algengasta er að Rússar hafi þurft að koma rússneskumælandi fólki í austurhluta Úkraínu til bjargar. Pútín hefur haldið því fram að Úkraínumenn hafi verið að fremja þjóðarmorð á þessu fólki. Þetta sagði hann meðal annars skömmu eftir innrásina í ávarpi til rússnesku þjóðarinnar og sagði hann að fjórtán þúsund óbreyttir borgarar hefðu fallið í átökunum í austurhluta Úkraínu. Aðrir í Rússlandi og víðar hafa tekið undir þetta og haldið því fram að Úkraínumenn hafi fellt allt þetta fólk. Þessar ásakanir eru rangar. Frá því átökin hófust þann 14. apríl 2014, þegar aðskilnaðarsinnar gerðu uppreisn í þessum hluta landsins, með stuðningi Rússa, til 31. desember 2021 féllu 3.404 óbreyttir borgarar í austurhluta Úkraínu, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Lang flestir þeirra féllu á árunum 2014 og 2015, þegar átökin voru hvað umfangsmest og eru 298 manns sem voru um borð í MH17, flugvél Malaysian Airlines, sem aðskilnaðarsinnar skutu niður með rússnesku loftvarnarkerfi, taldir með. Sjá einnig: Pútín hafi ákveðið að senda eldflaugina sem notuð var gegn MH17 Árið 2014 dóu 2084 óbreyttir borgarar, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna, og árið 2015 dóu 955. Síðustu þrjú árin fyrir innrás Rússa, sem hófst í febrúar 2022, dóu einungis 78 óbreyttir borgarar. 27 árið 2019, 26 árið 2020 og 25 árið 2021. Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei sagt að þetta fólk hafi allt fallið í árásum Úkraínumanna eins og Rússar hafa haldið fram. Síðustu árin dóu flestir vegna jarðsprengja eða annarra ósprunginna sprengja. Í tölum Sameinuðu þjóðanna segir að séu bæði úkraínskir hermenn og úkraínskir aðskilnaðarsinnar taldir með, hafi 14.200 til 14.400 manns fallið í átökunum, frá apríl 2014 til loka árs 2021. Erindreki vísaði í réttar tölur í dómsal Fyrr á þessu ári vísaði erindreki Rússlands við Alþjóðadómstólinn í Haag í raunverulegar tölur Sameinuðu þjóðanna um látna óbreytta borgara, eða svo gott sem, og sagði rúmlega 3.500 hafa fallið og rúmlega tíu þúsund haf særst, þar á meðal rúmlega hundrað börn, samkvæmt Tass fréttaveitunni, sem er í eigu rússneska ríkisins. Þetta sagði María Sabolotskaíja vegna lögsóknar Úkraínu gegn Rússlandi. Hún hélt því fram að Úkraínumenn hefðu aukið árásir sínar í austurhluta Úkraínu í febrúar 2022, fyrir innrás Rússa. Þess vegna hefðu Rússar þurft að koma fólkinu þar til bjargar. Sérstaklega þar sem tillögur ráðamanna í Rússlandi frá því í desember 2021, sem hefðu átt að tryggja frið í Evrópu, hefði verið hafnað og áhyggjur Rússa hunsaðar. Á þessum tíma höfðu Rússar komið umfangsmiklum herafla fyrir við landamæri Úkraínu. Þessar tillögur snerust í einföldu máli um það að Atlantshafsbandalagið hörfaði alfarið frá Austur-Evrópu. Að þjóðum sem kusu að ganga inn í bandalagið eftir árið 1997 yrði vísað úr því. Pólland, Ungverjaland og Tékkland gengu til liðs við Atlantshafsbandalagið árið 1999. Árið 2004 gerðu Búlgaría, Rúmenía og Slóvakía það einnig auk Eystrasaltsríkjanna Eistlands, Lettlands og Litháen. Í kjölfarið af því gengu Albanía, Króatía, Svartfjallaland og Norður Makedónía einnig í NATO.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. 28. nóvember 2023 12:11 Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42 Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Sjá meira
Eiginkona Budanovs á sjúkrahúsi vegna eitrunar Marianna Budanova, eiginkona Kyrylo Budanov, yfirmanns leyniþjónustu úkraínska hersins (GUR), er sögð vera á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir henni. Eiginmaður hennar hefur lifað af fjölmörg banatilræði á undanförnum árum. 28. nóvember 2023 12:11
Vaknaði við sprengingar meðan kollegarnir eyddu nóttinni í sprengjubyrgi Sendiherra Íslands gagnvart Úkraínu segir óhugnanlegt að hafa vaknað upp við sprengjudrunur í Kænugarði í gærmorgun, þegar Rússar gerðu umfangsmikla drónaárás á borgina. Úkraínumenn minntust þess í gær að 90 ár eru liðin frá hungurmorðum Rússa á milljónum Úkraínumanna. 26. nóvember 2023 13:42
Stærsta drónaárásin hingað til Rússar gerðu í nótt umfangsmestu drónaárásina sem gerð hefur verið á Kænugarð. 75 sjálfsprengidrónum var flogið að höfuðborg Úkraínu en flugher landsins segir 74 þeirra hafa verið skotna niður. Langflestir voru skotnir niður yfir borginni eða úthverfum hennar. 25. nóvember 2023 12:20