Dæmd í sjö ára fangelsi vegna límmiða Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2023 15:31 Sasha Skochilenko er hún var leidd úr dómsal þann 13. nóvember. Hún var í dag dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að setja límmiða með slagorðum gegn innrás Rússa í Úkraínu yfir verðmerkingar í verslun í Pétursborg. AP/Dmitri Lovetsky Rússnesk kona hefur verið dæmd í sjö ára fangelsi fyrir að mótmæla innrás Rússa í Úkraínu. Sasha Skochilenko var handtekinn í Pétursborg í apríl 2022, eftir að hún setti límmiða með slagorðum gegn innrásinni yfir verðmerkingar í verslun. Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Skochilenko, sem er 33 ára gömul listakona, var dæmd í fangelsi á grunni nýrra laga gegn því að segja ósannindi um rússneska herinn. Þau hafa verið notuð til að banna alla neikvæða umfjöllun um stríðsrekstur Rússa og hafa lögin verið notuð til að fangelsa og dæma andstæðinga yfirvalda í Rússlandi, mannréttindafrumkvöðla og almenna borgara sem gagnrýnt hafa Kreml til margra ára fangelsisvistar. Sjá einnig: Rússar í fimmtán ára fangelsi segi þeir „falsfréttir“ af stríðinu Meðal þess sem stóð á þessum miðum var að yfirvöld í Rússlandi væru að senda kvaðmenn til Úkraínu, sem var ólöglegt samkvæmt stjórnarskrá Rússlands. Yfirvöld í Rússlandi staðfestu seinna meir að það væri rétt hjá Skochilenko. Hún hafði einnig gagnrýnt framgang rússneska hersins í maríupól. Sjá einnig: Einn af morðingjum Politkovskayu náðaður eftir herþjónustu í Úkraínu Skochilenko lýsti yfir sakleysi sínu fyrir dómi, samkvæmt frétt Moscow Times, og vísaði hún til þess að hún hefði ekki sagt ósátt á miðunum. Í versta falli hefði hún sagt skoðun sína og sagði hún að það væri ekki yfirvalda að segja hvað væri satt og hvað ekki með lagasetningu. Þegar úrskurðinn var kveðinn upp gaf Skochilenko út yfirlýsingu þar sem meðal annars stóð að þó hún væri á bak við lás og slá væri hún frjálsari en dómarinn og saksóknarinn, samkvæmt blaðamanni FT í Moskvu. A St Petersburg court has sentenced Russian artist Sasha Skochilenko to seven years in prison for putting up anti-war stickers one of the most draconian fake news cases since Putin invaded Ukraine. Even though I m behind bars, I m more free than you, she told the court. pic.twitter.com/vfJ63oqdkh— max seddon (@maxseddon) November 16, 2023 MT segir tugi manna hafa setið í dómsal í dag, Skochilenko til stuðnings. Eftir að úrskurðinn var kveðinn upp heyrðist fólk kalla „skömm“ í salnum og tóku einhverjir upp mótmælaskilti. Einn mótmælanda var handtekinn. Lögmenn Skochilenko segja að úrskurðinum verði áfrýjað. Sasha Skochilenko segist frjáls, þó hún sitji bakvið lás og slá.AP/Dmitri Lovetsky Erfið fangelsisvist Áður en hún var dæmd hafði Skochilenko setið í gæsluvarðhaldi í nærri því nítján mánuði og hefur hún átt erfitt vegna heilsukvilla. AP fréttaveitan segir hana með hjartagalla, geðhvarfasýki og sjúkdóm sem feli í sér að hún geti ekki borðað glúten. Henni hefur gengið erfiðlega að borða en við réttarhöldin gegn henni þurfti minnst einu sinni að kalla til sjúkrabíl vegna veikinda hennar. Þá brast hún einu sinni í grát þegar dómarinn neitaði beiðni hennar um að fá hlé til að borða eða fara á klósettið. Forsvarsmenn mannréttindasamtakanna Memorial, sem fengu friðarverðlaun Nóbels í fyrra, hafa skilgreint Sckochilenko sem pólitískan fanga.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent