Sömdu um lausn 50 gísla gegn fjögurra daga hléi á átökum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 06:25 Samkomulagið felur í sér aukna mannúðaraðstoð á Gasa, meðal annars eldsneyti til að koma sjúkrahúsum á svæðinu aftur í gang. AP/Mohammed Dahman Ísraelsmenn og Hamas-samtökin hafa komist að samkomulagi um lausn 50 gísla úr haldi Hamas á fjórum dögum gegn hléi á átökum á Gasa. Um verður að ræða börn og konur og hafa Ísraelar samþykkt að frelsa 150 börn og konur úr fangelsum sínum. Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira
Það voru stjórnvöld í Katar sem áttu milligöngu um samkomulagið ásamt Egyptum og Bandaríkjamönnum. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fagnað samkomulaginu og segir mikilvægt að það nái fram að ganga. Það felur einnig í sér aukna mannúðaraðstoð á svæðinu. Bandarískur embættismaður sem staðfesti að samkomulagið væri í höfn greindi frá því að það væri þannig upp byggt að til staðar væri hvati fyrir Hamas til að sleppa fleiri gíslum af þeim um 240 sem samtökin og aðrir aðilar fjandsamlegir Ísrael eru taldir hafa í haldi. Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsætisráðherra Ísrael sagði að möguleiki væri á að framlengja hlé á átökum um einn dag fyrir hverja tíu gísla sem verður sleppt. Ekki hefur verið greint frá því hvenær hléið hefst en Benjamin Netanyahu forsætisráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi að fyrsta gíslinum yrði sleppt innan 48 klukkustunda. Hamas-samtökin hafa sömuleiðis staðfest að samkomulag liggi fyrir. Segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að hætta loftárásum á suðurhluta Gasa á umræddum fjórum dögum og takmarka aðgerðir á norðurhluta svæðisins við sex tíma á dag. Þá segja samtökin Ísraelsmenn hafa samþykkt að engar handtökur eigi sér stað á tímabilinu. Þrátt fyrir samkomulagið hefur Netanyahu ítrekað að stríðinu sé ekki lokið; því muni ekki ljúka fyrr en allir gíslarnir séu komnir heim og Ísraelsmenn hafa náð öllum markmiðum sínum. Forsætisráðherrann hefur heitið því að útrýma Hamas. Af þeim um 240 gíslum sem eru í haldi er um helmingur hermenn og um helmingur Ísraelsmenn. Næstum helmingur er sagður hafa tvöfalt ríkisfang. Eins og fyrr segir eru þeir ekki allir í haldi Hamas og það kann að reynast samtökunum erfitt að hafa uppi á þeim sem eru í haldi annarra hópa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira