Samkomulag um vopnahlé í sjónmáli Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2023 14:58 Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segist vonast eftir góðum fréttum á næstunni. AP/Ariel Schalit Ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael munu koma saman á fundi seinni partinn, þar sem þeir munu ræða samkomulag um að skipta á föngum fyrir gísla í haldi Hamas og mögulegt vopnahlé á Gasaströndinni. Samkomulag er sagt vera næstum því í höfn. Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Fundurinn verður klukkan sex, eða klukkan átta að ísraelskum tíma. Tveimur tímum fyrir fundinn mun herráð Ísrael funda og einum tíma fyrir ríkisstjórnarfundinn mun öryggisráðið koma saman. Fjölmiðlar ytra hafa í dag haft eftir heimildarmönnum sínum í Katar (sem hafa komið að viðræðunum milli Ísraela og Hamas), í Ísrael og víðar að samkomulag sé í sjónmáli. Þá sendi leiðtogi Hamas frá sér yfirlýsingu um slíkt í morgun. Sjá einnig: Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur gefið út að hann vonist eftir góðum fréttum á næstunni. Hvað slíkt samkomulag myndi fela í sér liggur ekki fyrir en Channel 12 í Ísrael segir að samkvæmt heimildarmanni miðilsins verði að minnsta kosti fimmtíu gíslum sleppt úr haldi Hamas yfir næstu daga. Þar af séu um fjörutíu börn. Í skiptum eiga Ísraelar að sleppa um þrjú hundruð Palestínumönnum úr haldi og þar á meðal konur og börn. Vopnahlé á að standa yfir í nokkra daga, á meðan þessi skipti fara fram. Samkomulag verður líklega ekki gert opinbert fyrr en eftir ríkisstjórnarfundinn, þar sem ríkisstjórnin þarf að samþykkja losun fanga úr haldi Ísraela. Fleiri en tólf þúsund manns hafa fallið í árásum Ísraela á Gasaströndinni, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas. Gasaströndin er eitthvað þéttbýlasta svæði heimsins en Ísraelar segjast reyna að draga úr mannfalli óbreyttra borgara og segja Hamas-liða skýla sér bakvið þá og vilja valda miklu mannfalli. Alþjóðasamfélagið hefur kallað eftir hléi á átökunum á Gasaströndinni, svo hægt sé að koma óbreyttum borgurum til aðstoðar. Ísraelar hafa ekki viljað gera það fyrr en Hamas-liðar sleppi gíslum. Um 240 gíslar voru teknir í árásum Hamas á Ísrael þann 7. október. Þá hafa Ísraelar sagt að Hamas-liðar gætu notað vopnahlé til að styrkja varnir sínar.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Katar Tengdar fréttir 31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44 Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57 Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56 Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. 20. nóvember 2023 07:44
Þvertekur fyrir að samningur um vopnahlé sé í höfn Forsætisráðherra Ísraels segir engan samning um tímabundið vopnahlé í átökum Ísraels og Hamas og sleppingu gísla í höfn. 19. nóvember 2023 09:57
Stærsti spítali Gasa rýmdur og tugir drepnir í flóttamannabúðum Meira en hundrað manns létu lífið í þremur loftárásum Ísraelshers í dag. Þá var um 120 manns gert að yfirgefa stærsta spítala Gasastrandarinnar vegna húsleitar Ísraelshers. 18. nóvember 2023 23:56
Hafna rýmingu suðurhluta Gasa og segja hungursneyð yfirvofandi Yfirmenn átján stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðlegra hjálparstofnana hafa mótmælt fyrirmælum Ísraelshers til íbúa Gasa um að rýma suðurhluta svæðisins og safnast saman á „öruggt svæði“ í Mawasi. 17. nóvember 2023 07:30