31 fyrirburi fluttur frá al Shifa og til Egyptalands Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. nóvember 2023 07:44 Fyrirburarnir voru fluttir frá al Shifa og á sjúkrahús Sameinuðu arabísku furstadæmana á Gasa. Þaðan verða þau flutt til Egyptalands. Getty/Anadolu/Abed Rahim Búið er að flytja 31 fyrirbura af al Shifa-sjúkrahúsinu á Gasa og til stendur að koma þeim til Egyptalands. Börnin eru öll sögð glíma við sýkingar og ofþornun sökum ástandsins á sjúkrahúsinu. Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Fjórir fyrirburar eru sagðir hafa látist á síðustu dögum. Ísraelsher hefur birt myndskeið sem herinn segir sýna gísla sem teknir voru fanga í árásum Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn á al Shifa sjúkrahúsinu. Herinn hefur löngum haldið því fram að undir sjúkrahúsinu sé að finna höfuðstöðvar Hamas. Um er að ræða að minnsta kosti tvö myndskeið en á öðru þeirra sést maður dreginn inn um anddyri af fimm mönnum og eru þrír þeirra vopnaðir. Hitt myndskeiðið sýnir særðan mann á nærfötunum fluttan inn á sjúkrabörum af sjö mönnum og eru fjórir vopnaðir. Samkvæmt erlendum miðlum má sjá heilbrigðisstarfsmenn á upptökunum, sem virðist hissa þegar komið er inn með mennina. Bæði myndskeiðin eru dagsett 7. október en uppruni þeirra hefur ekki verið staðfestur, það er að segja að þau sýni það sem herinn segir þau sýna. Ráðherrar Arabaríkja komu saman í Pekíng um helgina, þar sem þeir funduðu með Wang Yi, utanríkisráðherra Kína. Viðstaddir kölluðu eftir tafarlausu vopnahléi á Gasa og Wang hvatti til samvinnu til að draga úr spennu á svæðinu og koma aftur á friði í Mið-Austurlöndum. Ísraelsher hefur sagst vera að útvíkka aðgerðir sínar á Gasa og hefur hvatt íbúa Jabalia, stærstu flóttamannabúða svæðisins, til að rýma búðirnar. Talsmaður heilbrigðisyfirvalda á Gasa, sem eru undir stjórn Hamas, sagði yfir 80 hafa látist í árásum á Jabalia á laugardag.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Egyptaland Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira