Leiðtogi Hamas segir samkomulag um vopnahlé á lokametrunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. nóvember 2023 06:45 Samkomulag um tímabundið vopnahlé virðist á lokametrunum. Það snýst meðal annars um að skapa ráðrúm til að koma mannúðaraðstoð inn á Gasa. AP/Mohammed Dahman Aðstoðarmaður Ismail Haniyeh, leiðtoga Hamas, sendi Reuters yfirlýsingu í morgun þar sem hann sagði samtökin nálægt því að ná samkomulagi við Ísrael um vopnahlé. Sagði að samtökin hefðu skilað svörum sínum til samningateymisins í Katar. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann teldi samkomulag næstum í höfn. „Við erum nær því nú en við höfum verið,“ sagði hann eftir að hafa sagst hóflega bjartsýnn fyrir helgi. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði samkomulagið snúast um lausn einhvers fjölda gísla í haldi Hamas gegn hléi á átökunum til að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gasa. AFP hefur eftir tveimur heimildarmönnum að samkomulagið feli í sér fimm daga hlé, vopnahlé á jörðu niðri og takmarkanir á loftárásum Ísraelsmanna í suðurhluta Gasa. Hamas muni á móti sleppa á milli 50 og 100 gíslum. Meðal þeirra sem yrðu sleppt yrðu almennir borgarar sem teknir voru í Ísrael og erlendir ríkisborgarar en engir hermenn. Izzat el Reshiq, embættismaður Hamas, segir samkomulagið einnig munu fela í sér lausn ísraelskra barna og kvenna gegn lausn palestínskra barna og kvenna í fangelsum í Ísrael. Stjórnvöld í Katar muni kynna endanlegt fyrirkomulag samkomulagsins. Ísraelsher greindi frá því í morgun að hann hefði gert loftárásir á um það bil 250 skotmörk á síðasta sólahring. Al Jazeera segir árásir hafa verið gerðar á fjarskiptainnviði í Gasaborg og norðurhluta Gasa. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Sagði að samtökin hefðu skilað svörum sínum til samningateymisins í Katar. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í gær að hann teldi samkomulag næstum í höfn. „Við erum nær því nú en við höfum verið,“ sagði hann eftir að hafa sagst hóflega bjartsýnn fyrir helgi. John Kirby, talsmaður Hvíta hússins í þjóðaröryggismálum, sagði samkomulagið snúast um lausn einhvers fjölda gísla í haldi Hamas gegn hléi á átökunum til að hleypa mannúðaraðstoð inn á Gasa. AFP hefur eftir tveimur heimildarmönnum að samkomulagið feli í sér fimm daga hlé, vopnahlé á jörðu niðri og takmarkanir á loftárásum Ísraelsmanna í suðurhluta Gasa. Hamas muni á móti sleppa á milli 50 og 100 gíslum. Meðal þeirra sem yrðu sleppt yrðu almennir borgarar sem teknir voru í Ísrael og erlendir ríkisborgarar en engir hermenn. Izzat el Reshiq, embættismaður Hamas, segir samkomulagið einnig munu fela í sér lausn ísraelskra barna og kvenna gegn lausn palestínskra barna og kvenna í fangelsum í Ísrael. Stjórnvöld í Katar muni kynna endanlegt fyrirkomulag samkomulagsins. Ísraelsher greindi frá því í morgun að hann hefði gert loftárásir á um það bil 250 skotmörk á síðasta sólahring. Al Jazeera segir árásir hafa verið gerðar á fjarskiptainnviði í Gasaborg og norðurhluta Gasa.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira