170 þúsund manns mótmæla í Madríd Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. nóvember 2023 15:54 Um 170 þúsundir manna marseruðu um Madríd í dag til að mótmæla sakaruppgjöf og nýrri ríkisstjórn. AP/Alicia Leon Um 170 þúsund manns marseruðu um Madrídarborg í dag og mótmæltu sakaruppgjöf katalónskra aðskilnaðarsinna. Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023 Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira
Mótmælin eru ein í röð mótmæla sem koma í kjölfar þess að Pedro Sánchez tryggði sér nægan stuðning til að vera áfram forsætisráðherra Spánar með aðstoð katalónskra og baskneskra aðskilnaðarflokka á spænska þinginu. „Embætti forsætisráðherra Spánar má ekki kaupa og selja,“ segir Alberto Núñez Feijóo, leiðtogi hins íhaldssama Lýðflokks á mótmælafundi í dag sem tugir þúsunda sóttu. Reuters greinir frá. Mikill fjöldi mótmælenda safnaðist saman á Puerta del Sol-torgi með líkneski af forsætisráðherranum. Þar kölluðu margir eftir því að Sánchez yrði fangelsaður og kölluðu hann svikara og meðvirkan hryðjuverkum. „Valdarán með stórum stöfum“ Leiðtogi öfgahægriflokksins Vox, Santiago Abascal, lýsti samkomulagi forsætisráðherrans við katalónska aðskilnaðarflokka sem „valdaráni með stórum stöfum“ og sagði stöðuna sem upp er komin vera þá „viðkvæmustu í sögu spænskra stjórnmála síðustu fjörutíu árin.“ Sánchez hefur hvatt til „almennrar skynsemi“ og hefur beðið forsvarsmenn Lýðflokksins um að vera ekki að ýta undir frekari óeirðir. Biður stjórnarandstöðu virða niðurstöður kosninga „Ég bið þau að virða niðurstöður kosninga og réttmæti þeirrar ríkisstjórnar sem við munum brátt mynda. Ég bið þau vera hugrökk og hrinda frá sér öfgamönnum til hægri og beygja af braut þeirra í átt að tóminu. Við munum stjórna fyrir alla Spánverja, fyrir fjögur ár í viðbót af framförum og samkennd,“ sagði Sánchez í færslu á samfélagsmiðlinum X í dag. Pido cordura y mesura al PP.Que acepte el resultado de las urnas y la legitimidad del Gobierno que muy pronto formaremos. Que sea valiente y diga no al abrazo del oso de la ultraderecha y abandone la senda reaccionaria por la que hoy avanzan hacia el abismo.Gobernaremos para pic.twitter.com/5ax4VsZo6P— Pedro Sánchez (@sanchezcastejon) November 11, 2023
Spánn Kosningar á Spáni Mest lesið „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Erlent Eftirlýstur náðist á nöglunum Innlent Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Erlent Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári Innlent Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Geti reynst ógn við öryggi allra barna Innlent Fleiri fréttir Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sjá meira