Goðsögnin Bobby Charlton látinn Viktor Örn Ásgeirsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 21. október 2023 15:06 Sir Bobby Charlton er látinn, 86 ára að aldri. Getty/Laurence Griffiths Heimsmeistarinn og fótboltagoðsögnin Sir Bobby Charlton lést í morgun, laugardag, 86 ára gamall. Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty Fótbolti Andlát Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira
Charlton lést friðsamlega í faðmi fjölskyldunnar eftir því sem segir í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC. Charlton er í dýrlingatölu hjá stuðningsmönnum Manchester United. Hann lék fyrir félagið í sautján ár, frá 1956 til 1973, og skoraði 249 mörk fyrir félagið í 758 leikjum. „Manchester United syrgir fráfall Sir Bobby Charlton, eins merkasta og ástsælasta leikmanns í sögu félagsins,“ segir í yfirlýsingu á heimasíðu Manchester United. „Sir Bobby var hetja milljóna, ekki bara í Manchester eða Bretlandi, heldur hvar sem fótbolti er spilaður um allan heim,“ „Hann var dáður jafn mikið fyrir íþróttamennsku sína og heilindi eins og hann var fyrir framúrskarandi eiginleika sína sem knattspyrnumaður; Sir Bobby verður alltaf minnst sem risa leiksins.“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Charlton þótti afar lipur leikmaður.Getty Charlton var hluti af liði Manchester United sem vann enska meistaratitilinn og enska bikarinn árið 1957 og skoraði þar tíu mörk í aðeins 14 deildarleikjum. Það lið var gjarnan nefnt Busby Babes þar sem vísað er í knattspyrnustjórann Sir Matt Busby og ungt liðið sem að mestu samanstóð af mönnum sem komu upp í gegnum unglingastarf Manchester United. Stór hluti þess meistaraliðs, sem var aðeins með meðalaldur upp á 22 ár, lést í flugslysi þegar liðið var á leið í Evrópuleik í München árið 1958. Charlton var á meðal þeirra sem lifðu slysið af og var átti hann stóran þátt í uppbyggingarstarfi United í kjölfarið sem kom sterkt til baka á sjöunda áratugnum og vann Englandsmeistaratitla 1965 og 1967 og Meistaradeild Evrópu 1968. Charlton fagnar heimsmeistaratitlinum á Wembley árið 1966.Getty Hann var lykilleikmaður í sigri Englands á HM árið 1966 og á að baki 106 leiki fyrir England. Hann skoraði í þeim landsleikjum 49 mörk og var markahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins frá því að landsliðsferli hans lauk árið 1970, allt þar til Wayne Rooney bætti metið árið 2015. Charlton skoraði bæði mörk Englands í 2-1 sigri á landsliði Portúgals, sem leitt var Eusébio, í undanúrslitum heimsmeistaramótsins 1966 og átti lykilþátt í eina heimsmeistaratitli Englands sem vannst á heimavelli það ár eftir sigur á Vestur-Þýskalandi í úrslitum. Charlton var valinn besti leikmaður heimsmeistaramótsins en fyrr um vorið hafði hann verið útnefndur besti leikmaður tímabilsins á Englandi. Árið 1966 hlaut hann einnig gullhnöttinn, Ballon d'Or, sem besti leikmaður heims það árið. Eftir að leikmannaferlinum lauk reyndi Charlton við sig í þjálfun hjá Preston North End frá 1973 til 1975 og hann stýrði svo Wigan Athletic tímabundið árið 1983. Árið 1984 hlaut hann sæti í stjórn Manchester United og starfaði hann í stjórn félagsins fram á annan áratug 21. aldarinnar. Charlton fagnar FA-bikartitli ásamt leikmönnum Manchester United.Getty Charlton var valinn besti leikmaður ensku deildarinnar árið 1966.Getty Charlton ásamt tveimur öðrum goðsögnum United, Denis Law og George Best.Getty
Fótbolti Andlát Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Fleiri fréttir FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Sjá meira