Arnar um samskiptin við Óskar Hrafn eftir leik: „Ég fílaði þetta ekki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. september 2023 08:01 Arnar Gunnlaugsson og Óskar Hrafn Þorvaldsson skiptast á orðum. vísir/hulda margrét Eftir leik Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í gær lentu þjálfarar liðanna, Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson, í orðaskaki. Arnar ræddi samskipti og ríginn milli þeirra í Stúkunni. Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Breiðablik vann nýkrýnda Íslandsmeistara Víkings, 3-1, í lokaleik 24. umferðar Bestu deildarinnar í gær. Grunnt er á því góða milli þessara liða og eftir leikinn skiptust þeir Óskar Hrafn og Arnar á einhverjum orðum. Arnar mætti í Stúkuna eftir leikinn á Kópavogsvelli þar sem hann var spurður út í samskiptin við Óskar Hrafn og ríginn milli þeirra og Víkings og Breiðabliks. „Þetta eru eins og börnin manns, þessi lið. Það er svo mannlegt eðli að svara fyrir sig, eins barnalega og það hljómar þarf maður stundum að bíta í hnúann til að svara ekki öllu alltaf á þessum tímum samfélagsmiðla,“ sagði Arnar. „Í þessu tilfelli, það eru ákveðnar reglur eftir leiki og það er að takast í hendur almennilega og ekki svo byrja að snúa sér við og byrja að skjóta á þjálfarann, hvað þá þjálfarann sem er nýbúinn að tapa leik. Það eru reglur. Það voru einhver orð látin falla þarna. Ég er svona 99 prósent með skapið hennar mömmu og er mjög rólegur einstaklingur en pabbi poppar stundum upp, þetta eina prósent, og hann er snargeðveikur í skapinu. Ég fílaði þetta ekki og ég fíla ekki þegar liðið mitt er hunsað eftir leiki eins og það sem gerðist.“ Klippa: Stúkan - Arnar um ríg Víkings og Breiðabliks Arnari finnst skotin aðallega koma úr annarri áttinni. „Mér finnst þetta ekkert rosalega mikið koma frá mér. En mér finnst ég alltaf þurfa að svara þegar koma einhver ummæli,“ sagði Arnar. „Þetta eru skot og ég get alveg svarað miklu verr fyrir þetta en ég fer ekki þá leið. Ég trúi því og treysti að hinn almenni fótboltaáhugamaður veit bara alltof mikið um þessa íþrótt og ég þarf ekkert að svara fyrir þetta. En mikið andskoti er þetta gaman samt.“ Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Stúkan Tengdar fréttir Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34 Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54 Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Óskar Hrafn: Þeir pökkuðu deildinni saman en þetta var dýrmætur sigur fyrir okkur „Ég er bara mjög ánægður, dýrmætur sigur og mér fannst þetta öflug frammistaða. Menn voru orðnir þreyttir undir lokin og þurftu að grafa svolítið“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks eftir 3-1 sigur sinna manna gegn nýkrýndum Íslandsmeisturum Víkings. 25. september 2023 22:34
Höskuldur: Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna „Mikilvægur sigur fyrir Evrópubaráttuna okkar og bara flott frammistaða“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, eftir 3-1 sigur gegn Víkingi. Höskuldur skoraði annað mark leiksins og átti góðan leik á miðjunni hjá Blikum. 25. september 2023 21:54
Arnar Gunnlaugs: Fer ekki upp úr rúminu á hverjum degi og hugsa um Breiðablik Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Íslandsmeistaraliðs Víkings, ræddi við Stöð 2 Sport áður en leikur Víkinga og Breiðabliks hófst í Bestu deild karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli. Þar lét hann áhugaverð ummæli falla. 25. september 2023 20:06