Enski boltinn

Kudus: Líður eins og hluti af fjölskyldunni

Dagur Lárusson skrifar
Mohammed Kudus kom til West Ham frá Ajax fyrir tímabilið.
Mohammed Kudus kom til West Ham frá Ajax fyrir tímabilið. Vísir/Getty

Mohammed Kudus, leikmaður West Ham, segir að honum sé strax farið að líða eins og hann sé hluti af West Ham fjölskyldunni.

Kudus skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham í 3-1 sigri liðsins á Backa Topola í Evrópudeildinni í gærkvöldi en hann var brattur í viðtali eftir leik.

„Við viljum byrja leikinn af miklum krafti alveg frá fyrstu mínútu alveg eins og stjórinn segir og við gerðum það í kvöld,“ byrjaði Kudus að segja.

„Ég var ánægður með mína frammistöðu í leiknum og ég var ánægður að skora mitt fyrsta mark en auðvitað er það sigurinn sem skiptir mestu máli. Ég er búinn að vera hér í nokkrar vikur og mér líður strax eins og ég sé hluti af fjölskyldunni sem er frábært.“

„Ég kom hingað til þess að hjálpa West Ham að ná sínum markmiðum og ég mun halda áfram að gera það,“ endaði Mohammed Kudus á að segja.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.