Frægir rithöfundar höfða mál vegna ChatGPT Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2023 10:47 John Grisham og George R.R. Martin eru meðal þeirra rithöfunda sem hafa höfðað mál gegn OpenAI vegna gervigreindarinnar ChatGPT. AP Hópur þekktra rithöfunda eins og George R.R. Martin, Jodi Picoult og John Grisham hefur höfðað mál gegn fyrirtækinu OpenAI og sakað það um þjófnað á höfundarréttarvörðu efni sem notað var við þróun ChatGPT gervigreindarinnar. Rithöfundarnir segja gervigreindina byggja á kerfisbundnum og umfangsmiklum þjófnað. Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni. Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira
Lögmenn rithöfundanna höfðuðu málið í New York á þriðjudaginn og eru þau studd af hagsmunasamtökum rithöfunda í Bandaríkjunum; Authors Guild. Gervigreindir eins og ChatGPT eru í einföldu máli sagt, látnar skoða mikið magn texta sem finna má á internetinu, eins og fréttir, síður á Wikipedia, samtöl á samfélagsmiðlum og ýmislegt annað, svo þær læri að skrifa, svara spurningum og jafnvel semja bækur í stíl tiltekinna höfunda. Gagnrýnendur þessara gervigreinda hafa lengi talið að meðal annars hafi ólöglegar útgáfur af bókum rithöfunda, sem finna má á internetinu, verið notaðar til að þjálfa þær. Í lögsókn rithöfundanna er vísað til sérstakra dæma að leitum á nöfnum rithöfundanna. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað til þess að gerigreindin hafi til að mynda notað persónur og sögu George R.R. Martin úr A Song of Ice and Fire bókunum og skrifað forsögu að Game of Thrones sem bar titilinn A Dawn of Direwolves. Við þau skrif notaði gervigreindin einnig persónur úr sögum Martins. Segir bókmenntir í húfi Rithöfundarnir eru ósáttir við að verk þeirra séu notuð til að þjálfa gervigreindina en aðrar starfstéttir eins og tónlistarmenn og handritshöfundar hafa áður lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Lögsóknum sem þessum gegn OpenAI hefur farið fjölgandi. Mary Rasenberger, framkvæmdastjóri Authors Guild, segir í yfirlýsingu að gífurlega mikilvægt sé að stöðva þennan þjófnað. Bókmenntargeiri Bandaríkjanna sé í húfi og aðrir skapandi geirar sem tengja bókmenntum. „Góðar bækur eru yfirleitt skrifaðar af fólki sem hefur varið öllum ferli sínum, og jafnvel allri ævinni, í að læra og fullkomna skrif þeirra. Til að varðveita bókmenntir okkar, verða rithöfundar að stjórna því hvort og hvernig verk þeirra eru notuð af gervigreind.“ Rithöfundarnir átján eru David Baldacci, Mary Bly, Michael Connelly, Sylvia Day, Jonathan Franzen, John Grisham, Elin Hilderbrand, Christina Baker Kline, Maya Shanbhag Lang, Victor Lavalle, George R.R. Martin, Jodi Picoult, Douglas Preston, Roxana Robinson, George Saunders, Scott Turow og Rachel Vail. Lögsóknina má finna hér en rithöfundarnir vilja skaðabætur og að OpenAI verði meinað að nota verk þeirra við þjálfun gervigreindar. Notkun gervigreindar hefur einnig verið stór liður í deilum handritshöfunda og leikara við framleiðendur í Hollywood á undanförnum mánuðum. Segjast virða rétt höfunda Forsvarsmenn OpenAI sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir sögðu fyrirtækið virða réttindi rithöfunda og sögðust telja að þeir gætu hagnast á gervigreindartækni. „Við eigum í uppbyggilegum viðræðum við marga höfunda um heiminn allan og þar á meðal við Authors Guild, og við höfum unnið að því í sameiningu að skilja og ræða áhyggjur af gervigreind.“ Þá sagði í yfirlýsingunni að forsvarsmenn OpenAI séu vongóðir um að finnast muni leiðir til samvinnu sem hagnist öllum og hjálpi fólki að nýta þessa nýju tækni.
Tækni Bókmenntir Gervigreind Game of Thrones Bandaríkin Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Sjá meira