Erlent

Þúsundir látin eða týnd og heilt hverfi horfið í haf

Lovísa Arnardóttir skrifar
Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær.
Á myndinni má sjá eyðilegginguna í kjölfar flóðanna í Derna. Myndinni var dreift á fjölmiðla af ríkisstjórninni í Líbíu í gær. Vísir/AP

Um tíu þúsund eru týnd eða þúsundir látin í kjöl­far ham­fara­flóða í borginni Derna í Líbíu. Stormurinn Daníel gekk yfir landið á sunnu­dag upp ströndina frá Mið­jarðar­hafinu.

Tíu þúsund eru týnd og þúsundir látin og slösuð í kjölfar flóða í Líbíu á sunnudag. Stormurinn Daniel gekk þá yfir austurhluta landsins. Borgin Derna hefur orðið hvað verst úti. 

Í­búar segjast margir hafa heyrt gífur­leg læti og sprengingar og gert sér þá grein fyrir því að stíflurnar utan borgarinnar hefðu brostið og hleypt vatni niður ánna Wadi Derna. Áin liggur frá fjöllum, í gegnum borgina og út í sjó.

Alls búa um hundrað þúsund í borginni Dernu en meiri­hluti hennar er nú undir vatni eftir að tvær stíflur brustu og fjórar brýr hrundu í storminum.

Haft er eftir Mr Chkiou­at, flug­mála­ráð­herra landsins, að þegar önnur stíflan hafi brostið hafi heilu hverfin horfið með ofan í haf.

„Heilt hverfi er ó­nýtt. Það eru mörg fórnar­lömb og þeim fjölgar með hverjum klukku­tímanum sem líður. Núna eru 1.500 látin og 2.000 týnd. Við erum ekki með ná­kvæmar tölur en þetta er hörmung,“ er haft eftir honum á vef BBC en hann bætti því við að við­hald hafi verið tak­markað síðustu ár við stíflurnar.

Vegur við ströndina í Derna er gjöreyðilagður í kjölfar flóðanna á sunnudag. Vísir/AP



Fram kemur á vef AP
að þegar sé búið að jarða um 700 manns í Derna en heil­brigðis­yfir­völd í Austur-Líbíu telja að tala látinna sé í kringum 2.300 eins og stendur. Talið er lík­legt að mikill fjöldi látinna hafi horfið út í haf þegar stíflurnar brustu.

Stormurinn hefur einnig haft mikil á­hrif í borgunum Beng­hazi, Soussa and Al-Marj austar í landinu.

Tamer Ramadan, yfir­maður Rauða krossins í Líbíu, segir í sam­tali við BBC að fjöldi látinna sé lík­lega gífur­legur. Hann sagði við­bragð­steymi frá Rauða krossinum á vett­vangi og séu að meta stöðuna.





Staðan í Líbíu hefur verið afar erfið síðasta ára­tuginn, eða allt frá því að Muammar Gadda­fi var steypt af stóli. Tvær ríkis­stjórnir hafa í raun verið við völd, önnur í vestri og hin í austri. Báðar eru þær studdar af ó­líkum upp­reisnar­herjum og er­lendum ríkis­stjórnum. Dernu er stjórnað af hernaðar­höfðingjanum Khalifa Hift­er en hann til­heyrir ríkis­stjórninni í austri sem hefur að­setur í Beng­hazi.

Í er­lendum miðlum segir að þessi staða geri björgunar­að­gerðir jafn­vel erfiðari og hægi á þeim.

Haft er eftir Mr Chkiou­at á vef BBC að hjálpar­gögn séu á leiðinni en ríkis­stjórnin í Trí­póli, sú vestari, hefur sent austur flug­vél með sjúkra­gögnum, lík­pokum og um 80 læknum og sjúkra­liðum. Hann full­yrðir að ríkis­stjórnin í austri muni þiggja að­stoð frá þeirri í Trípólí.

Fjöl­mörg lönd hafa þegar sent teymi og hjálpar­gögn en það eru til dæmis Banda­ríkin, Egypta­land, Þýska­land og Íran sem hafa gert það.  


Tengdar fréttir

Týnda úranið mögu­lega fundið

Hersveitir í austurhluta Líbíu segjast hafa fundið um tvö og hálft tonn af úrani sem leitað hafði verið. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin (IAEA) hefur ekki staðfest fund hersveitanna.

Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu

Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×