Nokkur tonn af úrani horfin í Líbíu Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2023 10:09 Rafael Mariano Grossi, forstjóri Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA). Vísir/Getty Alþjóðakjarnorkumálastofunin (IAEA) segir að um tvö og hálft tonn af náttúrulegu úrani sem var geymt í Líbíu séu horfin. Rannsókn stendur yfir á hvernig það kom til að geislavirka efnið var fært og hvar það er niður komið. Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP Líbía Kjarnorka Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira
Rafael Mariano Grossi, forstjóri IAEA, tilkynnti aðildarríkjum stofnunarinnar um hvarfið í gær samkvæmt yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Eftirlitsmenn stofnunarinnar hafi uppgötvað að tíu tunnur með auðguðu úrangrýti væru ekki lengur þar sem þær áttu að vera í Líbíu. Frekari upplýsingar var ekki að finna um hvarfið í yfirlýsingunni. AP-fréttastofan segir að einn af þeim stöðum sem vitað er að auðgað úrangrýti sé geymt í Líbíu sé í Sabha, um 660 kílómetra suðaustur af höfuðborginni Trípolí. Múammar Gadaffi, fyrrverandi einræðisherra landsins, geymdi þar þúsundir tunna af úrani í tengslum við fyrirhugaða kjarnavopnaáætlun sína. Eftirlitsmenn IAEA fjarlægðu allt auðgað úran frá Líbíu árið 2009 en eftir varð hálfunnið úran. Sabha hefur að miklu leyti verið undir stjórn Líbíska þjóðarhersins, vopnaðs uppreisnarhóps undir forystu Khalifa Hifter hershöfðingja. Hann berst gegn yfirráðum landsstjórnarinnar í Trípolí. Talsmaður Hifter neitaði að svara spurningum AP um hvarf úransins. Ekki er hægt að nota auðgað úrangrýti til þess að framleiða orku eða sprengjur. Til þess þarf yfirleitt fyrst að vinna gas úr grýtinu og meðhöndla það síðan í sérstökum skilvindum til þess að auðga það. Hvert kíló af auðguðu úrangrýti má hins vegar vinna í 5,6 kíló af eldsneyti í kjarnavopn, að sögn sérfræðinga. Því er talið áreiðandi að hafa upp á efninu. Kort af Líbíu. Sabha er um 660 kílómetra suðaustur af Trípóli við Saharaeyðimörkina.AP
Líbía Kjarnorka Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fleiri fréttir Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Sjá meira