Veður

Tuttugu og sex stiga hiti í Eyjafirði

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Mikill hiti hefur verið á Norðurlandi í dag. Þessi mynd er tekin á Siglufirði.
Mikill hiti hefur verið á Norðurlandi í dag. Þessi mynd er tekin á Siglufirði. vísir/vilhelm

Hiti náði 26,1 stigi á Torf­um í Eyjaf­irði í dag. Hiti hefur víða á landinu farið yfir 20 stig.

„Það hefur verið hlýtt á öllu Norður- og norðausturlandi. Mikið hlýtt loft kemur til okkar úr suðri. Það er búið að vera almennt hlýtt á öllu landinu, hiti farið yfir upp yfir tuttugu stig á norðausturlandi og upp undir tuttugu á suðvesturhorninu,“ segir Eiríkur Örn Jóhannesson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Staðan klukkan fimm í dag.veðurstofan

„Það er ansi víða bongóblíða.“

Ekki sé um að ræða besta dag sumarsins en þó með þeim betri. Búast megi þó við rigningu um helgina en stytta á upp á sunnudag.

„Það koma skil upp að landinu í kvöld. Það ætti að verða gott veður aftur á sunnudag.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×