Telur Greenwood ekki hafa brotið af sér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. ágúst 2023 07:01 Framkvæmdastjóri Man United hefur tjáð sig um mál Mason Greenwood. Ash Donelon/Getty Images Richard Arnold, framkvæmdastjóri Manchester United, trúir ekki að enski framherjinn Mason Greenwood hafi framið þá glæpi sem hann var ákærður fyrir. Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Arnold skrifaði í dag opið bréf til stuðningsfólks Man United eftir að tilkynnt var að Mason Greenwood yrði ekki áfram hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur ekki spilað fyrir United síðan hann var sakaður um að beita kærustu sína ofbeldi. Myndböndum og myndum af því var lekið á netið. An open letter from our Chief Executive Officer, Richard Arnold.#MUFC— Manchester United (@ManUtd) August 21, 2023 Greenwood var grunaður um tilraun til nauðgunar, líkamsárás, valdbeitingu og stjórnsemi skömmu eftir að greint var frá málinu í fjölmiðlum en seinna meir var rannsókn á málinu hætt. United hóf í kjölfarið innanbúðar rannsókn á máli Greenwoods en henni er nú lokið. Samkvæmt fyrstu fregnum ætlaði United að gefa Greenwood grænt ljós á að snúa aftur en það mæltist illa fyrir, bæði innan félagsins og í bresku samfélagi. Svo virðist því sem United hafi snúist hugur. Greenwood sjálfur hefur tjáð sig um málið og segist ekki sekur um þá glæpi sem hann var ásakaður um og ákærður fyrir. Hann samþykkti þó ákvörðun Man United að það væri best fyrir alla aðila að hann myndi halda knattspyrnuferli sínum áfram annarsstaðar en hjá Man Utd. Í bréfi sínu fer Arnold yfir það sem gekk á eftir að fjölmiðlar greindu frá því að Man United hugðist taka Greenwood inn í leikmannahóp félagsins á nýjan leik. Hann segist hafa tekið tillit til ýmissa þátta áður en hann tók lokaákvörðun en eins og hefur áður komið fram var það Arnold sem tók lokaákvörðun fyrir hönd Manchester United. Jafnframt segir Arnold að Man Unitef hafi ekki fengið aðgang að öllum þeim gögnum sem lögreglan hafði en að lokinni innanbúðar rannsókn félagsins hafi niðurstaðan verið sú að Greenwood hafi ekki framið þá glæpi sem hann var sakaður um. Arnold segir þó að Greenwood hafi gert mistök sem hann beri ábyrgð á. Að öllu þessu sögðu þá hafi það verið ákvörðun Arnold að best væri fyrir Greenwood að reyna endurvekja feril sinn hjá öðru félagi heldur en Man United. Hvar sem það svo verður þá mun félagið styðja við bakið á leikmanninum, kærustu og ófæddu barni þeirra. Bréf Richard Arnold í heild sinni má finna á vef Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Körfubolti „Við vorum algjörlega týndir“ Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn „Ég er ekki Hitler“ Fótbolti United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Enski boltinn Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Sport Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira