Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Elín Metta er mætt í Laugardalinn. Vísir/Sigurjón Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira
Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Kúluvarp á Extraleikunum: „Bara spurning hvort Andri fljúgi með kúlunni“ Sport Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Hemmi Hreiðars orðaður við Val Íslenski boltinn Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Sjá meira