Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Elín Metta er mætt í Laugardalinn. Vísir/Sigurjón Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira