Hafði gott af tilbreytingunni en boltinn aldrei langt undan Valur Páll Eiríksson skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Elín Metta er mætt í Laugardalinn. Vísir/Sigurjón Elín Metta Jensen er spennt fyrir komandi tímum hjá Þrótti en hún samdi við félagið í vikunni og tók í leiðinni fótboltaskóna af hillunni. Hún snýr því aftur á völlinn eftir fyrsta fótboltalausa sumarið í fjöldamörg ár. Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota í gær Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira
Elín Metta tilkynnti eftir síðasta tímabil, þar sem hún varð Íslandsmeistari með Val, að hún ætlaði sér að hætta knattspyrnuiðkun vegna anna á öðrum vígstöðum, en hún stundar læknanám af miklum þrótti. Ákvörðunin vakti athygli enda Elín þá aðeins 27 ára gömul, á meðal betri knattspyrnukvenna landsins og fastakona í íslenska landsliðinu. Líkt og hjá öðru fótboltafólki hafa síðustu sumur Elínar verið stýrt af fótboltanum, en eðli málsins samkvæmt varð breyting á í sumar. Þó var boltinn aldrei langt undan. „Þetta var dálítið ólíkt því sem ég hef vanist. Ég hef alltaf verið í borginni og bara ferðast vegna fótboltans en núna bjó ég fyrir vestan í eiginlega allt sumar og starfaði þar á heilsugæslunni á Ísafirði. En ég náði að æfa með karlaliðinu í Herði. Það var bara virkilega gaman, að brjóta upp sumarið,“ Hvernig var að æfa með körlum? „Það var bara frábært, þetta voru voðalega vingjarnlegir strákar sem höfðu ekkert á móti því að fá eina stelpu með á æfingar. Það var mjög skemmtilegt.“ Saknaði boltans En af hverju að snúa aftur í fótboltann á þessum tímapunkti? „Ég fann það í sumar þegar ég var að sparka í bolta fyrir vestan að mér þykir ennþá rosalega gaman að mæta á æfingar og hlakka til þess að spila fótbolta. Mér fannst það eiginlega bara borðleggjandi,“ segir Elín, en hafa þá orðið einhverjar forsendubreytingar frá því að hún lét gott heita í október síðastliðnum? „Ég er búin að vera í strembnu námi og sá ekki alveg fram á það þá að geta púslað þessu saman. Núna er farið að létta aðeins á náminu og ég sakna þess að sparka í bolta.“ Elín Metta æfði með Stjörnunni fyrr í sumar og það kom til greina að fara í Garðabæinn. Einhver önnur lið höfðu samband við hana en henni leist best á Laugardalinn. „Ég fékk að mæta á æfingar hjá Stjörnunni og þau tóku mér vel. Ég er þeim þakklát fyrir það. Það voru þessi lið og einhver önnur sem sýndu áhuga en mér fannst þetta mest spennandi.“ Betur æfð í að stýra álaginu En hvernig verður þá að stýra álaginu og finna jafnvægið milli fótboltans og lífsins utan vallar? „Ég held að það muni takast ágætlega núna. Það er stutt eftir hjá mér í þessu námi og núna er maður kominn með meiri reynslu af því að valda álaginu og kominn í gegnum erfiðasta árið, myndi ég halda. En það kemur bara í ljós.“ Mun Elín fara í fótboltann af fullum krafti, líkt og var áður? „Ég ætla að byrja á því að spila einn leik og sjá hvernig það verður. Meðan þetta er skemmtilegt er maður all-in, það er bara þannig,“ segir Elín sem kveðst opin fyrir því að snúa aftur í landsliðið. „Eigum við ekki bara að leyfa landsliðsþjálfaranum að velja hópinn?“ segir Elín og hlær. „En maður er kominn aftur í efstu deild og þá gefur maður kost á sér ef svo verður. En ég er fyrst og fremst hér til að hafa gaman núna,“ segir Elín Metta. Elín Metta getur spilað sinn fyrsta leik fyrir Þrótt þegar liðið heimsækir Keflavík í Bestu deild kvenna á sunnudag en þá fer heil umferð fram í Bestu deildinni. Viðtalið við Elínu má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Fótbolti Fleiri fréttir Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota í gær Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Sjá meira