Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:01 Elín Metta Jensen fagnar hér einu af sextán mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira