Hitti Þróttara sem voru að kafna úr gleði yfir Elínu Mettu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 10:01 Elín Metta Jensen fagnar hér einu af sextán mörkum sínum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Elín Metta Jensen kom mörgum á óvart þegar hún setti fótboltaskóna á hilluna í fyrrahaust, þá aðeins 27 ára gömul. Það fagna því margir því að sjá eina af markahæstu leikmönnum í sögu efstu deildar kvenna á Íslandi snúa aftur inn á völlinn. Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Bestu mörkin ræddu í gær óvæntustu fréttir vikunnar sem voru þær að Elín Metta ætli að spila með Þrótti í Bestu deildinni það sem eftir lifir sumar. „Ég hitti Þróttara fyrir þennan leik og þeir voru að kafna úr gleði yfir því að Elín Metta er gengin til liðs við liðið. Hún var reyndar ekki í leikmannahóp núna en á hún eftir að brjóta þennan ís,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna er einn svoleiðis Þróttur tapaði 2-0 á heimavelli á móti Tindastól í sextándu umferðinni og þar vantaði tilfinnanlega meiri bit í sóknarleikinn. „Hún mun klárlega hjálpa þeim því fyrstu 25 mínúturnar voru Tanya [Laryssa Boychuk], Katla [Tryggvadóttir] og Katie Cousins að tengja svo vel og labba í kringum varnarmennina. Svo vantaði bara að binda enda á sóknirnar, að klára. Þeim vantar alvöru markaskorara og þarna eru þær komnar með einn svoleiðis,“ sagði Lilja Dögg Valþórsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Svo sjáum við líka að það eru alveg leikmenn þarna inn á vellinum eins og Katla, Tanya og Sierra [Marie Lelii] sem hafa verið að skora mörk fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Í brasi með að skora allt tímabilið „Þróttur er búinn að vera í brasi með að skora allt tímabilið. Við töluðum aðeins um Ollu (Ólöf Sigríður Kristinsdóttir) í upphafi móts. Hún var valin í landsliðshóp í vor og gerði vel þar. Hún kemur svo inn í mótið og er ekki á pari við það sem við héldum að spilamennska hennar myndi vera,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Olla meiðist og Freyja (Karín Þorvarðardóttir) var að koma mjög sterk inn sem varamaður og skora. Það gengur líka bara ákveðið lengi. Þær eru ekki búnar að finna alveg jöfnuna sem þær þurfa í sumar. Klárlega fyrir þær að fá Elínu Mettu er vonandi það sem þær þurfa til að koma sterkar inn í þessa úrslitakeppni,“ sagði Harpa. Það má finna spjallið um Elínu Mettu hér fyrir neðan. Elín Metta hefur skorað 132 mörk í efstu deild kvenna og það bara í 183 leikjum. Hún er eins og er í tíunda sæti yfir markahæsti konur sögunnar en það eru bara sex mörk upp í sjöunda sætið. Klippa: Bestu mörkin: Elín Metta komin í Þrótt
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Analúsíu Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira