Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 07:51 Slökkvistarf gengur ekki nógu vel á Tenerife þar sem svæðið er ansi hrjóstrugt og óaðgengilegt. Twitter/AP Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023 Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023
Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45