Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. ágúst 2023 07:51 Slökkvistarf gengur ekki nógu vel á Tenerife þar sem svæðið er ansi hrjóstrugt og óaðgengilegt. Twitter/AP Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023 Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Slökkviliðsmenn á eyjunni vinna nú hörðum höndum að því að tryggja að eldurinn dreifi sér ekki lengra í norðurátt. Svæðið sem hefur orðið fyrir barðinu á gróðureldunum er um 22 kílómetrar að ummáli. Bæirnir Arafo og Candelaria hafa orðið verst úti auk ákveðinna hluta Söntu Úrsúlu og La Victoria. Fernando Clavijo, forseti Kanaríeyja, sagði á blaðamannafundi í gærkvöldi „Útlitið er ekki beint gott. Raunveruleikinn er sá að við höfum ekki náð markmiðum okkar þrátt fyrir slökkvistarf úr lofti.“ Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir af gróðureldunum á eyjunni. Næstu dagar mjög mikilvægir Slökkvistarf gengur sérstaklega illa vegna umhverfisins sem er hrjóstrugt og óaðgengilegt. Slökkviliðsmenn hafa lagt sérstakt kapp á að eldurinn nái ekki til byggða. Sveitarstjóri Candelaria, María Concepción Brito, segir aðstæður vegna gróðureldanna flóknar. Hitinn sé slíkur á ákveðnum stöðum að ekki er hægt að sinna slökkvistarfi af því vatnið gufar jafnóðum upp. Eldurinn brennur glatt og þurfa slökkviliðsmenn að hafa hraðar hendur næstu daga áður en hitinn hækkar á sunnudag og það kemur meiri þurrkur.AP Næstu dagar munu reynast gríðarmikilvægir af því að á sunnudaginn á hitinn aftur að hækka töluvert og rakastig að lækka. Það muni hafa slæm áhrif á slökkvistarf. Í nótt unnu 200 slökkviliðsmenn á landi við slökkvistarf að sögn Clavijo og klukkan hálf níu að staðartíma í dag þá hefst slökkvistarf úr lofti. Sextán þyrlur vinna að slökkvistarfi í dag, tveimur fleiri en í gær með tilkomu nýrra þyrla. Clavijo hefur biðlað til almennra borgara að hjálpa eins og þeir geta íbúum sem hafa verið brottfluttir vegna eldanna. Í heildina hafa 150 manns þurft að yfirgefa heimili sín en aðeins fjórir hafa þurft á aðstoð í björgunarmiðstöðvum Arafo og Candelaria. Footage from Tenerife, the Canary Islands, #Spain where devastating wildfire continues to get out of control#wildfireupdate pic.twitter.com/lWjY47i3YR— Attentive Media (@AttentiveCEE) August 17, 2023
Gróðureldar Spánn Hitabylgja í Evrópu 2023 Tengdar fréttir Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Sjá meira
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45