„Murielle er besti framherjinn í deildinni“ Dagur Lárusson skrifar 15. ágúst 2023 22:26 Donni var sáttur. Vísir/Hulda Margrét Halldór Jón Sigurðsson, þjálfari Tindastóls, var að vonum ánægður með sigur síns liðs á Þrótti í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Þróttur er að elta toppliðin tvö á meðan Tindastóll er að berjast fyrir sæti sínu í deildinni. „Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Já ég myndi segja að leikplanið hafi gengið upp að mestu leyti,“ byrjaði Halldór að segja í viðtali eftir leik. „Við áttum á smá vandræðum vinstra megin í fyrri hálfleiknum. Við ætluðum að beina þeim til hægri og það virkaði ekki nógu vel og því breyttum við aðeins til í hálfleiknum, fengum auka mann á það svæði og þá gekk það betur í seinni,“ hélt Halldór áfram að segja. „Sóknarlega þá gekk leikplanið ágætlega, við fengum færi og við skoruðum úr þeim færum tvö mörk. Við ætluðum okkur að gera þetta, semsagt treysta á skyndisóknir og það virkaði.“ Halldór vildi ekki meina að Þróttur hafi skapað sér mikið af opnum marktækifærum þó svo að þær hafi verið með boltann meira og minna allan leikinn. „Þær voru með boltann allan leikinn en við vorum þéttar og vorum með mikið skipulag og vinnuframlagið í heildina hjá liðinu var stórkostlegt.“ Besti framherji deildarinnar?Vísir/Hulda Margrét Halldór talaði síðan aðeins um þær Monicu og Murielle sem áttu frábæra leiki. „Monica er auðvitað frábær markvörður og þvílík frammistaða. Við erum að lið sem hefur fengið flest skot á sig í deildinni og því hefur Monica staðið í ströngu í allt sumar. Síðan frammi er Murielle sem er besti framherjinn í deildinni, ég held að það sé engin spurning. Hún ber sóknarleikinn oft á tíðum á herðum sér, hún tekur mikið til sín og á það til að sprengja leikina upp og hún gerði það í kvöld,“ endaði Halldór að segja.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Tindastóll Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira