Ákæra sextán Repúblikana í Michigan Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2023 14:25 Mótmælandi veifar fána sem á stendur að Trump hafi sigrað, fyrir utan þinghúsið í Michigan. Trump sigraði ekki. AP/Jake May Ríkissaksóknari Michigan í Bandaríkjunum ákærði í gær sextán Repúblikana sem reyndu að gera sjálfa sig að kjörmönnum í forsetakosningunum 2020. Þannig vildu þeir snúa tapi Donalds Trump í Michigan í sigur. Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Allt fólkið er ákært í átta liðum fyrir fals, svik og fyrir að hafa skrifað undir skjöl um að þau væru „réttkjörnir og hæfir“ kjörmenn í forsetakosningunum í Michigan árið 2020. AP fréttaveitan segir fólkið standa frammi fyrir allt að fjórtán ára fangelsisvist. Í hópnum eru leiðtogar Repúblikanaflokksins í Michigan. „Þeir voru ekki réttkjörnir né hæfir kjörmenn og hinir stefndu vissu það,“ sagði Dana Nessel, áðurnefndur ríkissaksóknari, í gær. Hún sagði þau hafa brotið af sér í þeirri von um að geta veitt þeim frambjóðanda sem þau styddu kjörmenn Michigan, í stað þess sem kjósendur ríkisins kusu. Nessel sagði fólkið hafa grafið undan trúnni á heilindi kosninga í Michigan. Þau hafi sömuleiðis brotið kosningalög í ríkinu. Trump og stuðningsmenn hans standa frammi fyrir fjölmörgum ákærum og lögsóknum vegna tilrauna þeirra til að snúa úrslitum kosninganna. Kjósa kjörmenn, ekki forseta Forsetakosningar í Bandaríkjunum virka á þann veg að kjósendur ríkja kjósa í raun ekki forseta, heldur svokallaða kjörmenn. Þeir eru alltaf 538 talsins og deilast milli ríkja eftir fjölda þingmanna, en sá fjöldi tekur mið af íbúafjölda. Kjörmennirnir eiga svo að velja þá forsetaframbjóðendur sem kjósendurnir völdu. Í flestum ríkjum fær sá forsetaframbjóðandi sem vinnur þar alla kjörmenn ríkjanna en í nokkrum fá báðir hlutfallslegan fjölda miðað við atkvæði. Árið 2020 fékk Joe Biden, forseti, 50,6 prósent atkvæða í Michigan og þar með alla sextán kjörmenn ríkisins. Donald Trump, fyrrverandi forseti, fékk 47,8 prósent atkvæða. Sjá einnig: Kjörmenn í barátturíkjum greiða Biden atkvæði sín Stuðningsmenn Trumps gripu til sambærilegra í sex öðrum ríkjum. Þar skrifuðu þeir undir vottorð þar sem því var haldið fram að Trump hefði sigrað í þessum ríkjum en ekki Biden. Vottorð þessi voru hunsuð en viðleitni þessara stuðningsmanna Trumps hefur verið til rannsóknar. Hin ríkin eru Arisóna, Georgía, Nýja Mexíkó, Nevada, Pennsylvanía og Wisconsin. Verið er að rannsaka hina fölsku kjörmenn í nokkrum þessara ríkja en ekki í þeim öllum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47 Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14 Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Sjá meira
Uppsagnir og óhófleg eyðsla í kosningabaráttu DeSantis Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída og forsetaframbjóðandi, hefur þegar þurft að segja upp starfsfólki í kosningaherferð sinni, en upplýsingar gefa í skyn að óhóflega mikið fjármagn hafi farið í framboð hans miðað við hve stutt baráttan er komin. 16. júlí 2023 12:47
Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. 11. júlí 2023 09:14
Fox enn í vanda vegna samsæriskenninga Carlson Fox News á enn yfir höfði sér mögulega rándýrt mál vegna sjónvarpsmannsins Tucker Carlson, sem miðillinn lét fjúka fyrr á árinu. Málið varðar eina af samsæriskenningum Carlson, sem hann hefur haldið áfram að halda frammi í nýjum hlaðvarpsþætti sínum. 11. júlí 2023 07:57