Vill fresta réttarhöldum fram yfir kosningar Samúel Karl Ólason skrifar 11. júlí 2023 09:14 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/John Locher Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa farið fram á að réttarhöldum yfir honum vegna leynilegra skjala sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu verði frestað þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember á næsta ári. Þeir segja óréttlátt að rétta yfir Trump á þessu ári, þar sem Trump verði upptekinn við kosningabaráttu og vegna annarra sakamála sem að honum beinast. Christopher Kise og Todd Blanche lögðu í gær fram kröfu þar sem þeir lögðu til að engin dagsetning yrði sett á það hvenær réttarhöldin myndu hefjast. Það að halda réttarhöldin fyrir kosningar myndi samkvæmt lögmönnunum koma niður á rétti Trumps til að hljóta sanngjörn réttarhöld og koma niður á kosningabaráttu hans. Lögmennirnir gera ráð fyrir því að Trump sigri í forvali Repúblikanaflokksins og verði upptekinn út næsta ár en kosningarnar fara fram í nóvember 2024. Trump var í síðasta mánuði ákærður í 37 liðum sem snúa flestir að því að hann hafi neitað að skila leynilegum gögnum, sem hann mátti ekki taka með sér þegar hann hætti sem forseti. Eins og frægt er tók hann mikið magn opinberra gagna með sér, sem hann hefði lögum samkvæmt átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Forsetinn fyrrverandi neitað að skila gögnunum og er sakaður um að hafa reynt að fela leynileg skjöl, með því markmiði að komast hjá því að skila þeim. Mikið magn opinberra gagna fundust á heimili hans og í Mar A Lago í Flórída, þegar rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit þar. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Saksóknari vill réttarhöld í desember Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur farið fram á að réttarhöldin gegn Trump hefjist í desember. Dómarinn í málinu, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, hefur skipulagt málaflutning á föstudaginn en lögmenn Trumps segja að einnig þurfi að fresta því þar til í næstu viku. þeir segja lögmann Walt Nauta, starfsmanns Trumps sem einnig hefur verið ákærður, þurfa meiri tíma til undirbúnings. Lögmennirnir segja einnig að bæði Trump og Nauta séu of uppteknir vegna kosninganna til að undirbúa réttarhöld í lok þessa árs. Nauta vinnur við að aðstoða Trump og fylgir honum hvert sem hann fer. Líka upptekin við önnur réttarhöld Þá segja lögmennirnir að réttarhöldin vegna leyniskjalanna geti ekki farið fram í desember, vegna annarra réttarhalda og rannsókna sem Trump standi frammi fyrir. Til að mynda verður réttað yfir honum í Manhattan í New York í mars á næsta ári en þau réttarhöld tengjast 130 þúsunda dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. AP fréttaveitan segir að ákvörðun um ákæru gæti verið tekin í dag. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Christopher Kise og Todd Blanche lögðu í gær fram kröfu þar sem þeir lögðu til að engin dagsetning yrði sett á það hvenær réttarhöldin myndu hefjast. Það að halda réttarhöldin fyrir kosningar myndi samkvæmt lögmönnunum koma niður á rétti Trumps til að hljóta sanngjörn réttarhöld og koma niður á kosningabaráttu hans. Lögmennirnir gera ráð fyrir því að Trump sigri í forvali Repúblikanaflokksins og verði upptekinn út næsta ár en kosningarnar fara fram í nóvember 2024. Trump var í síðasta mánuði ákærður í 37 liðum sem snúa flestir að því að hann hafi neitað að skila leynilegum gögnum, sem hann mátti ekki taka með sér þegar hann hætti sem forseti. Eins og frægt er tók hann mikið magn opinberra gagna með sér, sem hann hefði lögum samkvæmt átt að skila til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Forsetinn fyrrverandi neitað að skila gögnunum og er sakaður um að hafa reynt að fela leynileg skjöl, með því markmiði að komast hjá því að skila þeim. Mikið magn opinberra gagna fundust á heimili hans og í Mar A Lago í Flórída, þegar rannsakendur Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) gerðu húsleit þar. Umrædd leynileg skjöl snerust meðal annars að varnarmálum Bandaríkjanna og annarra ríkja, kjarnorkuvopnum Bandaríkjanna og mögulegum veikleikum Bandaríkjanna og annarra ríkja, svo eitthvað sé nefnt. Sjá einnig: CNN birtir upptöku af Trump ræða leynileg skjöl um árás á Íran Saksóknari vill réttarhöld í desember Jack Smith, sérstakur rannsakandi Dómsmálaráðuneytisins, hefur farið fram á að réttarhöldin gegn Trump hefjist í desember. Dómarinn í málinu, sem skipuð var í embætti af Trump sjálfum, hefur skipulagt málaflutning á föstudaginn en lögmenn Trumps segja að einnig þurfi að fresta því þar til í næstu viku. þeir segja lögmann Walt Nauta, starfsmanns Trumps sem einnig hefur verið ákærður, þurfa meiri tíma til undirbúnings. Lögmennirnir segja einnig að bæði Trump og Nauta séu of uppteknir vegna kosninganna til að undirbúa réttarhöld í lok þessa árs. Nauta vinnur við að aðstoða Trump og fylgir honum hvert sem hann fer. Líka upptekin við önnur réttarhöld Þá segja lögmennirnir að réttarhöldin vegna leyniskjalanna geti ekki farið fram í desember, vegna annarra réttarhalda og rannsókna sem Trump standi frammi fyrir. Til að mynda verður réttað yfir honum í Manhattan í New York í mars á næsta ári en þau réttarhöld tengjast 130 þúsunda dala greiðslu til fyrrverandi klámleikkonu í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Trump stendur einnig frammi fyrir réttarhöldum í New York í október sem tengjast áskönunum umdæmasaksóknara um að Trump hafi framið svik. Þar að auki gæti Trump verið ákærður vegna viðleitni hans til að breyta niðurstöðum forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. AP fréttaveitan segir að ákvörðun um ákæru gæti verið tekin í dag.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Tengdar fréttir Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43 Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41 Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42 Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47 Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Fleiri fréttir Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Sjá meira
Saksóknarar í leyniskjalamáli Trump fá hótanir Hægriöfgasinnaðir stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hafa hótað saksóknurum sem sækja hann til saka fyrir meðferð sína á leyniskjölum. Þeir hafa meðal annars birt nöfn þeirra og persónuupplýsingar á netinu. 7. júlí 2023 10:43
Handtekinn við heimili Obama daginn sem Trump birti heimilisfang Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn nærri heimili Baracks Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sama dag og Donald Trump birti það sem hann sagði heimilisfang Obama í síðasta mánuði. Skotvopn og hundruð skotfæra fundust í sendiferðabíl mannsins. 6. júlí 2023 14:41
Trump kærir konuna sem hann braut á kynferðislega Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur kært E Jean Carroll sem hann var dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega á. Carroll hefur sagt Trump hafa nauðgað sér. 28. júní 2023 11:42
Gagnrýnandi Trump býður sig fram gegn honum Will Hurd, fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins frá Texas, skilaði inn formlegu framboði í forvali flokksins fyrir forsetakosningar næsta árs í dag. Hurd skaut föstum skotum að Donald Trump þegar hann tilkynnti um framboðið. 22. júní 2023 15:47
Segist hafa sýnt blaðaúrklippu en ekki leyniskjal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa sýnt tveimur rithöfundum leynilegt skjal, heldur hafi það verið blaðaúrklippa. Á upptöku segir Trump að skjalið sé leynilegt og er það eitt þeirra sem hann hefur verið ákærður fyrir að taka með sér úr Hvíta húsinu. 20. júní 2023 16:01